Fréttir

Brautskráning vorannar

Brautskráning vorannar fer fram í Háskólabíó laugardaginn 31. maí kl. 10:45-12:15. Hér má lesa helstu upplýsingar um útskriftina fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. LESA MEIRA...

Gott silfur er gulli betra

Lið MS kom, sá en sigraði því miður ekki í úrslitum MORFÍs sem fóru fram á Hótel Hilton á miðvikudagskvöld. Ræðufólkið okkar stóð sig með afburðum vel, bæði söng og kvað vísur upp í pontunni þar sem þau tókust á við það erfiða verkefni að mæla með ritskoðun. Versló tók gullið að þessu sinni en gott silfur er gulli betra eins og spakmælið segir, og MS fór heim með silfrið. Vigdís Elísabet úr ræðuliði MS fékk hvorki meira né minna en þrjá bikara fyrir að hafa verið ræðumaður kvöldsins í viðureignum vetrarins. Ræðufólk kvöldsins í liði MS voru Ásgeir Máni, María Sól og Vigdís Elísabet og liðsstjóri var Agla Rut.

Fjórða grænfánanum flaggað í MS

Umhverfisnefnd MS, undir leiðsögn Katrínar Magnúsdóttur kennara við skólann, hefur unnið að því í vetur að viðhalda grænni vegferð skólans. Hápunktur starfs umhverfisnefndarinnar er umhverfisvika, sem fram fór dagana 28.-30. apríl. Vikunni lauk á afhendingu grænfánans í hádeginu 30. apríl. 

Frábær árangur hjá MS-ingum í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2025

Fimm MS fyrirtæki komust í 30 liða úrslit af 142 fyrirtækum sem tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla JA-Iceland 2025. MS gekk út með 5 verðlaun eftir daginn, þar á meðal fyrir fyrirtæki ársins. Urri vann bæði fyrirtæki ársins og verðlaun fyrir bestu markaðssetninguna og er á leið til Aþenu í Evrópukeppni ungra frumkvöðla í júlí!

Matsdagur 2. maí 2025

Hér í fréttinni má sjá dagskrána á matsdegi 2. maí 2025.

Styrkur úr Loftslagssjóði ungs fólks hjá Reykjavíkurborg

Fulltrúar úr umhverfisnefnd MS, ásamt FÁ og félagi Sameinuðu þjóðanna, fóru í gær í Höfða og tóku á móti styrk til að vinna að verkefninu Draumur um jökla. Verkefnið er samstarfsverkefni Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, FÁ og MS og fjallar um það hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á jökla og er ætlunin að fara í ferð á jökul og vinna að myndbandi um málefnið sem á að höfða til ungs fólks. Heiða Björg Hilmisdóttir, Borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti styrkinn.

Páskafrí

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna páskafrís frá og með 14. apríl til og með 21. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl.

MS í úrslit í Morfís

MS sigraði FS í Morfís í gærkvöld og er liðið þar með komið áfram í úrslit! Til hamingju með frábæran árangur!

MS-ingar unnu til verðlauna í Smáralind

Finndu mig í fjöru – Skapandi náttúrulæsi

Grandaskóli, Menntaskólinn við Sund og Náttúruminjasafn Íslands hafa í vetur unnið að þróunarverkefninu Finndu mig í fjöru – Skapandi náttúrulæsi. Verkefnið, sem styrkt er af Sprotasjóði, hófst haustið 2024 og er hugsað til eins árs en þátttakendur eru nemendur í umhverfisfræði við Menntaskólann við Sund og nemendur í 4. bekk í textíl í Grandaskóla. Markmið verkefnisins er að vinna með félagakennslu til að tengja á milli skólastiga og efla náttúrulæsi með áherslu á lífríki hafsins og fjörunnar. Í hverjum hópi eru nokkrir nemendur úr MS og nokkrir úr Grandaskóla en hver nemandi fær hlutverk s.s. umsjón með handritsgerð, kvikmyndagerð, vísindaupplýsingum og textílverki. LESA MEIRA...