Skólahjúkrunarfræðingur

Skólahjúkrunarfræðingur Menntaskólans við Sund er Berglind Guðmundsdóttir, berglindg@msund.is    

Nemendur geta bókað tíma rafrænt.

Bóka tíma

 Einnig má koma við og athuga hvort það sé laust.

Viðverutími og staðsetning 

 • Viðvera: Þriðjudaga kl. 9-15 og fimmtudaga kl. 13 – 16
 • Staðsetning: Rökstólar (innst í Jarðsteini)

Hlutverk

Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál varðandi:

 • Meiðsli og sjúkdóma
 • Áfengis- og eiturlyfjaneyslu
 • Reykingar
 • Kynheilbrigði
 • Tilfinningaleg og geðræn vandamál
 • Verki eða vanlíðan
 • Mataræði og hreyfing
 • Sjálfsmynd og líkamsímynd

Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu.

Nemendur geta komið við, bókað tíma eða sent tölvupóst. Fyrirspurnir mega vera nafnlausar.

Auk viðtalstíma fyrir nemendur mun skólahjúkrunarfræðingur

 • vera með fræðslu í skólanum sem tengist heilbrigðismálum
 • vera í samstarfi við forvarnarfulltrúa skólans við vinnu að forvörnum
 • vera innanhandar með ráðgjöf til kennara og starfsfólks
 • sjá um eftirfylgni nemenda sem eiga við veikindi eða önnur vandamál að stríða
 • finna meðferðarúrræði fyrir nemendur sem á því þurfa að halda.