Kynnt eru grunnatriði persónulegra fjármála, tekjuöflunar, skuldasöfnunar, sparnaðar, skynsamlegra fjárfestinga og neytendahegðun. Lögð áhersla á gildi þess að halda utan um eigin fjármál. Mikil áhersla er lögð á gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi réttinda og skyldna neytenda
 
- mikilvægi þess að hafa yfirsýn yfir eigin útgjöld og tekjur
 
- mikilvægi forgangsröðunar í fjármálum svo sem þarfir og langanir
 
- mikilvægi markmiðssetningar hvers einstaklings í sparnaði
 
- vinnu með algeng fjármálahugtök persónulegra fjármála
 
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- reikna út persónuleg fjármál
 
- byggja upp sparnað á einfaldan og hagkvæman hátt
 
- standa við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem viðkomandi hefur gert
 
- meta á gagnrýninn hátt umræður um fjármál í þjóðfélaginu
 
- temja sér góða fjármálahegðun
 
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- halda utan um eigin fjármál og getu til að átta sig á tengingunni milli réttinda og skyldna
 
- búa sig undir og þjálfa gagnrýna hugsun til þátttöku í fjármálalífinu
 
- temja sér góða neytendahegðun og jákvætt viðhorf í persónulegum fjármálum
 
- geta veitt fjármálalífinu aðhald með gagnrýni umræðu
 
Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.
Undanfari: Enginn