Umhverfismál

Í Menntaskólanum við Sund er mikil áhersla lögð á umhverfismál. Áfangi í umhverfisfræði er í kjarna beggja stúdentsbrautanna auk þess sem umhverfisnefnd nemenda er starfandi og heldur utan um þátttöku skólans í Grænfánaverkefni. Skólinn flaggaði sínum fyrsta Grænfána vorið 2022. Einnig var hann fyrstur framhaldsskóla til að innleiða öll fimm grænu skrefin í ríkisrekstri. 

Umhverfisstefna skólans er aðgengileg hér en einnig má lesa nánar um áherslur skólans í umhverfismálum hér til hliðar.