16.02.2024
Skráning er hafin á kynningar fyrir nemendur í 10. bekk á námi og félagslífi í Menntaskólanum við Sund.
Á kynningunum verður námsframboð og skipulag námsins kynnt. Nemendur úr stjórn SMS kynna félagslífið. Lesa meira...
07.02.2024
MS mætir Kvennó í 8. liða úrslitum Gettu betur á RÚV kl. 20:05 annað kvöld. Við fáum takmörkuð sæti en ætlum að sjálfsögðu að fylla þau öll og styðja okkar fólk.
02.02.2024
Söngvakeppnin Baulan fór fram í Gamla bíó fimmtudaginn 1. febrúar. Þar stigu á stokk fjöldi hæfileikaríkra MS-inga sem létu ljós sitt skína. Sigurvegari kvöldsins var Elísabet Arna Vésteinsdóttir sem söng lagið Unfaithful með Rihanna. Í öðru sæti var Dagbjartur Elí Kristjánsson sem söng It's my life með Cezar og vinsælasta atriðið var Another love með Tom Odell í flutningi þeirra Arons Vals Gunnlaugssonar og Marons Birnis Reynissonar.
31.01.2024
Þann 5. febrúar verður opið hús á starfsbraut fyrir nemendur í 10. bekk. Þá gefst nemendum og aðstandendum þeirra tækifæri til að heimsækja skólann og skoða aðstöðuna auk þess að ræða við starfsfólk. Öll velkomin - við hlökkum til að sjá ykkur!
25.01.2024
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2024 er til 15. febrúar næstkomandi. Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á heimasíðu Menntasjóðs námsmanna.
24.01.2024
Hér má sjá skipulag á sjúkra og stöðuprófum í MS á janúar matsdögum
22.01.2024
Lið MS sigraði lið FVA eftir æsispennandi keppni í 2. umferð Gettu betur síðastliðinn föstudag. Með sigri tryggði MS sér sæti í 8 liða úrslitum sem fram fara í sjónvarpinu í febrúar. MS mætir næst Kvennaskólanum í sjónvarpssal þann 8. febrúar. Til hamingju Emma Elísa, Sigurjón Nói og Darri Þór!
16.01.2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skólavist í Menntaskólanum við Sund á vorönn 2024. Aðeins verður tekið inn í örfá laus pláss. Skólinn áskilur sér rétt til að velja úr umsóknum miðað við rými á námslínum og hvernig námsferlar umsækjenda passa inn í laus pláss í skólanum. Opið er fyrir umsóknir til og með 5. febrúar 2024. Sótt er um í gegnum heimasíðu skólans.
11.01.2024
MS sigraði lið Tækniskólans í 1. umferð Gettu betur í gær eftir æsispennandi keppni. Lokatölur voru 26-21, MS í vil. Næst keppir MS við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi föstudaginn 19. janúar. Til hamingju með frábæran árangur, Darri Þór, Sigurjón Nói og Emma Elísa!
04.01.2024
Fimmtudaginn 25. janúar verða haldin stöðupróf í arabísku, hollensku, lettnesku, pólsku, rússnesku, víetnömsku og þýsku í MS. Skráning og nánari upplýsingar hér.