KROS2SD01 - Krossgötur - geðheilbrigði og lífstíll

Í áfanganum er fjallað um andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Áhersla verður lögð á leiðir sem einstaklingar geta nýtt sér til að bæta eigin heilsu, s.s. streitustjórnun og almennt gildi heilbrigðs lífstíls gagnvart líðan einstaklinga.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • mikilvægi svefns, hvíldar og slökunar.
 • mikilvægi þess að borða hollan og fjölbreyttan mat.
 • gildi heilbrigðs lífsstíls.
 • aðferðum sem draga úr eða koma í veg fyrir ofstreitu t.d. núvitundaræfingum, sálfræðilegum aðferðum og heilbrigðum lífsstíl.

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • beita mismunandi slökunaraðferðum og streitustjórnun.
 • skoða sitt eigið mataræði og velja sem oftast holla næringu.
 • skoða og meta eigið heilbrigði og velferð og taka ábyrgð á eigin hegðun.
 • rýna í eigin sjálfsmynd og skoða eigin stöðu.
 • finna út hvort hann þarf að breyta einhverju í sínum lífstíl til að líða betur.

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • stuðla að eigin andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði.
 • takast á við álag og neikvæðar tilfinningar sem geta komið upp í daglegu lífi.

Nánari upplýsingar á námskrá.is