Gjaldskrá

Þessi gjaldskrá tekur gildi 09.06.2023 og tekur til kostnaðar sem fellur til skólaárið 2023-2024.
Skólaárið er þrjár annir: haust-, vetrar- og vorönn.

Greiðsluseðill birtist á mínu svæði greiðanda á www.island.is. Greiðandi er nemandi ef hann hefur náð 18 ára við stofnun kröfu. Annars elsti forráðamaður nemanda með sama fjölskyldunúmeri í Þjóðskrá (athuga getur verið stjúpforeldri). Rétt er að benda á að nemandi/forráðamaður getur breytt því hver fær kröfu í Innu. Ekki er þó hægt að breyta afturvirkt. Það tekur gildi við næstu útsendingu krafna. Viðskiptabanki skólans er Landsbanki Íslands, útibú 0111. Athugið: Stundatöflur birtast ekki hjá þeim nemendum sem eru í vanskilum með skólagjöld. Vanskilagjald að upphæð 750 krónur bætist við séu gjöld ekki greidd fyrir eindaga.

Úrsagnir úr námi þurfa að berast skriflega til msund@msund.is . Innritunargjald og þjónustugjald er óendurkræft en hægt að fá nemendafélagsgjald og framlag til foreldraráðs endurgreitt þar til viku fyrir upphaf annar.

Innritunargjöld fyrir hverja önn á bóknáms- og starfsbraut

Með því að greiða innritunargjöld staðfesta nemendur skólavist sína. Nemendur sem ekki greiða innritunargjöld fyrir upphaf hverrar annar eiga á hættu að verða teknir af skrá skólans. Innritunargjöldin skiptast eftirfarandi:

 1. Innritunargjald fyrir hverja önn er kr. 4.000      - Innritunargjald er lögbundið og óafturkræft
 2. Þjónustugjald* fyrir hverja önn kr. 5.500
 3. Nemendafélagsgjald SMS,** (valkvætt) kr. 4.500
 4. Foreldraráð MS** (valkvætt) kr. 350

Samtals kr. 14.350

*Aðgangur að þráðlausi neti og netfang. Prentkvóti (250 blöð). Aðgangur að Office 365 hugbúnaði o.fl.

**Kjósi nemandi að vera utan Skólafélags Menntaskólans við Sund (SMS) eða sleppa greiðslu til foreldraráðsins þarf að tilkynna um slíkt í tölvupósti til fjármálastjóra skólans fjarmalastjori@msund.is tveim dögum fyrir eindaga greiðsluseðils hverrar annar og óska eftir endurgreiðslu á nemendafélagsgjaldi og/eða greiðslu til foreldraráðs.

Sérþjónusta

 1. Brautarskipti/línuskipti kr. 10.000
 2. Matsgjald kr. 10.000
 3. Gjald vegna afrita af skjölum svo sem skírteina og námsferla kr. 1.000
 4. Viðbótarprentkvóti kr. 10 fyrir hvert blað (lágmarkseining 50 blöð)
 5. Prentþjónusta kr. 50/A4 blað og kr. 100/A3 blað
 6. Gjald vegna valfrjálsra námsferða: Nemendur greiða raunkostnað af ferðinni.
 7. Próftaka í MS frá öðrum skóla: Gjald að upphæð 2000 krónur er tekið fyrir hvert próf.
 8. Stöðumat tungumála kr. 15.000
 9. Annar sérstakur kostnaður við áfanga sem teknir eru í vali: Nemendur bera kostnað sem fylgir sérstökum áföngum sem þeir taka sem valáfanga. Hér er til dæmis um að ræða kostnað við ferðir, aðgangseyri inn á sýningar, í leikhús eða í bíó svo dæmi eru tekin. Þá greiða þeir gjald vegna kolefnisjöfnunar ferða í valkvæmum ferðum en skólinn greiðir sambærilegt gjald fyrir nemendur vegna skylduferða.

Efnisgjöld í einstökum áföngum á bóknámsbraut

Efnisgjald í einstökum áföngum er sett til að standa straum af kaupum á efni fyrir nemendur sem þeir nota í verklegu námi sínu og eignast að áfanga loknum.

Áfangi Efnisgjald Það sem greitt er fyrir
Fatahönnun og fatasaumur, efnisgjald í valgrein

7.500

Prufu- og fataefni í tvær flíkur. Pappír í skissubók, grunnlitir í tvinna, sníða-pappír, tímarit o.fl. Ekki sérhæfð efni.
Myndlistarval, efnisgjald í valgrein

7.500

Mest allt efni, s.s. pappír, litir, málning, blýantar. Ekki sérhæfðir hlutir.
Leirmótun og þrívíð verk, efnisgjald í valgrein

7.500

Mest allt efni, s.s. leir, glerungur og gifs. Ekki sérhæfðir hlutir.

Sjá hér efnisgjöld á starfsbraut.