Fjallað er um þjóðhagsreikninga, vísitölu neysluverðs, kenningar um ástæður verðbólgu auk þjóðfélagslegan kostnað af verðbólgu og atvinnuleysi. Lögð er áhersla á að nýta upplýsingatækni til að fást við nýjustu upplýsingar um þjóðhagsreikninga ásamt öðrum tölulegum gögnum sem nemendur fást við í áfanganum. Kenningar um utanríkisviðskipti eru skoðuð og áhrif þeirra á þjóðarbúskapinn. Fjallað er um helstu meginstefnur í hagstjórn auk jafnvægis og ójafnvægis í þjóðarbúskapnum og fylgst með efnahagsmálaumræðu í fjölmiðlum. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð og að nemandi fáist við verkefni sem komi með að nýtast honum til framtíðar í eigin fjármálum svo sem með gerð fjárhagsáætlunar eða gerð greiðslumats við kaup á eigin íbúð.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum þjóðhagfræðinnar
- mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir íslenska hagkerfið
- gengi gjaldmiðla og áhrif gengis á utanríkisviðskipti
- þjóðhagsreikningum
- meginstefnum í hagstjórn
- vinnumarkaði
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- útskýra algengustu hugtök sem unnið er með í áfanganum
- leggja mat á upplýsingar um efnahagsmál
- tengja undirstöðuþekkingu í þjóðhagfræði við almenna umræðu um efnahagsmál
- beita gagnrýnni hugsun um þjóðfélagsmál og eigin fjármál
- nýta sér upplýsingatækni og netið við öflun upplýsinga og lausn verkefna
- reikna út ýmsar hagstærðir og lesa úr línuritum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- taka þátt í daglegri efnahagsumræðu út frá faglegu sjónarmiði
- leggja mat á upplýsingar um efnahagsmál
- tengja undirstöðuþekkingu í þjóðhagfræði við þróun efnahagsmála
- tjá sig munnlega og skriflega um hagræn málefni og mótað sjálfstæðar skoðanir
Nánari upplýsingar á námskrá.is