29.02.2024
Kennsla fellur niður í skólanum föstudaginn 1. mars vegna Starfsþróunardags framhaldsskólanna þar sem starfsfólk MS hittir starfsfólk annarra framhaldsskóla og lærir hvert af öðru. Nemendur eru því í fríi þennan dag.
23.02.2024
Búið er að opna fyrir stundatöflur nemenda í Innu á vorönn. Opnað hefur verið fyrir óskir um töflubreytingar í Innu og er opið fyrir þær til kl. 14:00 mánudaginn 26. febrúar. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. febrúar. Lesa meira...
21.02.2024
Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annars vegar í skólanum og hins vegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel. Lesa meira...
16.02.2024
Hér má finna dagskrá matsdaga 19.-20. febrúar. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf/verkefni á réttum stað og stund. Lesa meira...
16.02.2024
Skráning er hafin á kynningar fyrir nemendur í 10. bekk á námi og félagslífi í Menntaskólanum við Sund.
Á kynningunum verður námsframboð og skipulag námsins kynnt. Nemendur úr stjórn SMS kynna félagslífið. Lesa meira...
07.02.2024
MS mætir Kvennó í 8. liða úrslitum Gettu betur á RÚV kl. 20:05 annað kvöld. Við fáum takmörkuð sæti en ætlum að sjálfsögðu að fylla þau öll og styðja okkar fólk.
02.02.2024
Söngvakeppnin Baulan fór fram í Gamla bíó fimmtudaginn 1. febrúar. Þar stigu á stokk fjöldi hæfileikaríkra MS-inga sem létu ljós sitt skína. Sigurvegari kvöldsins var Elísabet Arna Vésteinsdóttir sem söng lagið Unfaithful með Rihanna. Í öðru sæti var Dagbjartur Elí Kristjánsson sem söng It's my life með Cezar og vinsælasta atriðið var Another love með Tom Odell í flutningi þeirra Arons Vals Gunnlaugssonar og Marons Birnis Reynissonar.
31.01.2024
Þann 5. febrúar verður opið hús á starfsbraut fyrir nemendur í 10. bekk. Þá gefst nemendum og aðstandendum þeirra tækifæri til að heimsækja skólann og skoða aðstöðuna auk þess að ræða við starfsfólk. Öll velkomin - við hlökkum til að sjá ykkur!
25.01.2024
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2024 er til 15. febrúar næstkomandi. Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á heimasíðu Menntasjóðs námsmanna.
24.01.2024
Hér má sjá skipulag á sjúkra og stöðuprófum í MS á janúar matsdögum