Jafnréttisstefna og -áætlun (STS-006)

Jafnréttisáætlun Menntaskólans við Sund er mótuð í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150 frá 2020, lög um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna nr. 27 frá 2000 og lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá 2019.

Markmið áætlunarinnar er að gæta þess að nemendum og starfsfólki skólans sé ekki mismunað eftir uppruna, þjóðerni, litarhætti, kynferði, kynhneigð, fötlun, fjárhag, tungu, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum. Stefna skólans er að vinna að jafnræði og jafnrétti allra minnihlutahópa þannig að þeir hafi sem jöfnust tækifæri. Markmiðið er að stuðla að jafnrétti kynjanna í skólanum, jöfnum tækifærum, áhrifum og virðingu karla, kvenna og fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá bæði meðal starfsmanna og nemenda skólans. Grunngildi Menntaskólans við Sund eru virðing, jafnrétti, ábyrgð og heiðarleiki. Gildin skulu endurspeglast í öllu starfi skólans og samskiptum manna á milli.

Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi

Jafnréttisfulltrúi MS er ráðinn til eins árs í senn. Jafnréttisfulltrúi vinnur að jafnréttisstefnu og aðgerðaáætlun skólans um jafnréttismál í samvinnu við jafnréttisnefnd og stjórn skólans. Jafnréttisstefnan lýtur bæði að starfsfólki og nemendum. Jafnréttisfulltrúi stuðlar að framkvæmd aðgerðaáætlunar og vinnur sérstaklega með fulltrúum nemenda, femínistafélaginu, ritnefnd og kosningastjóra. Jafnréttisfulltrúi í samstarfi við félagsmálastjóra stuðlar að því að jafnrétti kynjanna sé gætt í félagslífi nemenda.

Rektor skipar í jafnréttisnefnd í samræmi við 28. grein jafnréttislaga. Jafnréttisnefnd skipa jafnréttisfulltrúi, einn fulltrúi stjórnenda, tveir fulltrúar kennara og tveir fulltrúar nemenda. Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi eru sameiginlega ábyrg fyrir eftirfarandi verkefnum:

  • Endurskoðun á jafnréttisáætlun skólans.
  • Gæta þess að jafnréttisáætlun sé framfylgt.
  • Gera aðgerðaáætlun um hvernig rétta skuli hlut kynja þar sem það á við. Fylgjast með framgangi jafnréttisverkefna innan skólans.
  • Hafa eftirlit með að jafnréttislögum sé framfylgt.
  • Standa að fræðslu um jafnréttismál.
  • Fylgja eftir kvörtunum og kærumálum sem varða jafnréttismál skólans og koma þeim í réttan farveg.

Aðgerðaáætlun

Jafnréttisáætlun skólans er liður í því að stuðla á kerfisbundinn hátt að auknu jafnrétti í skólanum. Í aðgerðaáætlun kemur fram til hvaða aðgerða skólinn grípur til þess að uppfylla skyldur skólans sem greint er frá í 6.- 14. grein laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig kemur hér fram til hvaða aðgerða skólinn grípur til að uppfylla lög um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna nr. 27 frá 2000 og lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá 2019.

Launajafnrétti (6. gr laga nr. 150/2020)

Starfsfólki, óháð kyni, skal greiða jöfn laun og allir skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Sama gildir um hvers konar frekari þóknun, beina og óbeina, hvort sem hún felur í sér hlunnindagreiðslur eða er greidd með öðrum hætti. Einnig skal allt starfsfólk njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun mega ekki fela í sér kynjamismunun.

Markmið (hvað?)

Aðgerð (hvernig?)

Ábyrgð (hver?)

Eftirfylgni/tími (hvenær?)

Jafnlaunamarkmið MS er að starfsfólk fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Rekstur vottaðs jafnlaunakerfis byggt á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, sbr. lög nr. 56/2017.

Konrektor

Júní ár hvert (ytri úttekt)

 

Framkvæma launagreiningar skv. VKL-401 Launagreining og vöktun.

Konrektor

Við lok hvers skólaárs

 

Rýna launagreiningar og bregðast við frávikum skv. VKL-402 Frábrigði, úrbætur og forvarnir.

Konrektor

Við lok hvers skólaárs

 

Allt starfsfólk skal upplýst um að jafnlaunakerfi er innleitt og því viðhaldið í stofnuninni.

Konrektor

Í upphafi hvers skólaárs

Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun (12. gr laga nr. 150/2020)

Laus störf í Menntaskólanum við Sund eru auglýst opinberlega og skulu standa opin fólki af öllum kynjum. Sértaklega skal tekið fram að jafnréttissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við ráðningar. Störf kennslustjóra, námsbrauta- og námskrárstjóra eru auglýst innan skólans og einnig sérverkefni eins og störf fagstjóra og verkefnisstjóra.

Metnaður skal lagður í að hafa sem jafnast kynjahlutfall innan fagdeilda, faglegra stjórnenda og meðal stjórnendateymis. Skulu stjórnendur tryggja að starfsfólk njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar óháð kyni.

Markmið (hvað?)

Aðgerð (hvernig?)

Ábyrgð (hver?)

Eftirfylgni/tími (hvenær?)

Starfsfólk óháð kyni hafi jafna möguleika á störfum og stöðuhækkunum við skólann, að teknu tilliti til þess að jafna þurfi kynjahlutfallið í starfsmannahópnum og meðal stjórnenda.

Ráða einstaklinga af því kyni sem hallar á sæki tveir jafnhæfir einstaklingar um starf við skólann.

 

Rektor

Alltaf

Í starfsauglýsingu skulu öll kyn hvött til að sækja um viðkomandi starf og tekið fram að við ráðningar sé tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Rektor

Alltaf

Tryggja að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllu starfsfólki óháð kyni.

Konrektor

Alltaf

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs (13. gr laga nr. 150/2020, 1. gr. laga nr. 27/2000)

Í skólanum er leitast við að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Skóladagurinn í MS byrjar 8:30 og hafa kennarar töluverðan sveigjanleika í vinnutíma á milli þess sem þeir kenna samkvæmt stundaskrá. Þriggja anna kerfi skólans gefur kost á sveigjanleika um vinnuskil kennara. Þá er stokkatafla skólans þannig útbúin að kennarar hafi sem heildstæðastan vinnudag og að kennsluhlé geti nýst til að sinna erindum fjölskyldunnar. Kennsluskipting sem er gerð fyrir allt skólaárið í einu skapar fyrirsjáanleg vinnuskilyrði. Annað starfsfólk skólans nýtur aukins sveigjanleika í skipulagningu vinnu og vinnutíma í gegnum verkefnið betri vinnutími en með því er bæði tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsfólk og þarfa skólans. Lögð er áhersla á að allt starfsfólk skólans njóti sveigjanleika hvað varðar leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna.

Markmið (hvað?)

Aðgerð (hvernig?)

Ábyrgð (hver?)

Eftirfylgni/tími (hvenær?)

 

 

Starfsfólk geti samræmt starfsskyldur og skyldur gagnvart fjölskyldu.

Kennarar stýra tíma- og staðsetningu undirbúningsvinnu.

Rektor

 

Alltaf

Tekið tillit til töfluóska kennara ef mögulegt er.

Námsbrauta- og námskrárstjóri

Fyrir stundatöflugerð haustannar

Annað starfsfólk nýtur betri vinnutíma.

Rektor

Alltaf

Skipulag skóladagatals taki tillit til þarfa fjölskyldufólks.

Rektor

Mars/apríl ár hvert

Fjölskylduábyrgð ógni ekki starfsöryggi.

Rektor

Alltaf

Starfsfólk óháð kyni nýti rétt sinn til fæðinga- og foreldraorlofs.

Kynna fyrir verðandi foreldrum réttindi sín og skyldur.

Rektor

Eftir þörfum

Fundarhöld séu á dagvinnutíma.

Fundir skulu almennt skipulagðir á dagvinnutíma.

Rektor

Alltaf

Yfirvinnu er stillt í hóf.

Ekki skal þrýst á starfsfólk að taka að sér yfirvinnu en að teknu tilliti til hæfnikrafa verkefna skal þó öllu starfsfólki bjóðast yfirvinna til jafns sé hún til staðar.

Rektor

Alltaf

Fjölskyldumeðlimir hvattir til að kynnast vinnustaðnum.

Makar hvattir til að taka þátt í skemmtunum /viðburðum á vegum skólans.

Rektor

Alltaf

Börn velkomin á vinnustað starfsfólks þegar leik- og/eða grunnskólar loka tímabundið.

Rektor

Alltaf

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni (14. og 15. gr. laga nr. 150/2020)

Menntaskólinn við Sund hefur sett sér stefnu gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (STS-012). Þar kemur fram að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi (hér eftir EKKO) og ótilhlýðileg háttsemi í hvaða mynd sem er sé ekki liðið. Leita skuli allra ráða til að fyrirbyggja slíkt og leysa þau mál sem upp koma á sem farsælastan hátt. Í skólanum skuli lögð áhersla á að efla vitund starfsfólks og nemenda um mikilvægi jákvæðra samskipta og gera þau einkennandi í skólasamfélaginu, t.d. með fræðslu um jafnrétti.

Viðbrögð við og meðferð EKKO mála og annarrar ótilhlýðilegrar háttsemi er nánar skilgreint í verklagsreglum:

Markmið (hvað?)

Aðgerð (hvernig?)

Ábyrgð (hver?)

Eftirfylgni/tími (hvenær?)

Einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi er ekki liðið í skólanum. Því eru fyrirbyggjandi aðgerðir og fyrirfram ákveðin viðbrögð nauðsynleg.

 

 

Verklag skilgreint, eftir því unnið og það uppfært eftir þörfum.

Rektor

Alltaf

Auka þekkingu á klámvæðingu, einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi.

Fræðsla fyrir starfsfólk.

 

Rektor

Á hverju skólaári.

Fræðsla fyrir nemendur.

 

Jafnréttisfulltrúi

Á hverju skólaári.

Starfsfólk og nemendur sé upplýst um viðbrögð skólans í EKKO málum.

 

 

Kynning fyrir starfsfólk.

 

Konrektor

Kynning í upphafi skólaárs.

Kynning fyrir nemendur.

Jafnréttisfulltrúi

Kynning í upphafi skólaárs.

Menntun og skólastarf (15. gr laga nr. 150/2020)

Markmið (hvað?)

Aðgerð (hvernig?)

Ábyrgð (hver?)

Eftirfylgni/tími (hvenær?)

 

 

 

 

Nemendur njóti jafnréttis og kynjafræðslu og þeir undirbúnir undir jafna þátttöku í lýðræðissamfélagi.

Nemendur fá í Krossgötum jafnréttis- og kynjafræðslu þar sem m.a. er kennt um kynjaðar staðalímyndir, kynbundið náms- og starfsval og málefni fatlaðs fólks og hinsegin fólks.

Ráðgjafi/ráðgjafar sem sinna Krossgötum

Á fyrsta námsári nemenda.

Allir nemendur sæki áfangann FÉLA2ES05 þar sem þeir kynnast félgslegum þáttum sem stýra hugsun og athöfnum einstaklinga innan samfélagsins. Meginmarkmið áfangans er að nemendur átti sig á því hvernig samfélagið hefur áhrif á þá og hvernig þeir geta haft áhrif á samfélagið.

Námsbrauta- og skrárstjóri

Á 1.-2. námsári nemenda.

Jafnréttisvika haldin í MS.

Jafnréttisfulltrúi

Á hverju skólaári.

Að námsgögn mismuni ekki eftir kynjum.

 

Við val á námsefni sé jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi.

Fagstjórar

Í upphafi hverrar annar.

Nemendur hljóti fræðslu og ráðgjöf varðandi nám og störf óháð kyni.

Nemendur fá fræðslu um náms- og starfsval og þar m.a. horft til kynjasjónarmiða.

Náms- og starfsráðgjafar

Formlega á fyrsta og þriðja skólaári nemenda í hópráðgjöf.

Óformlega – alltaf.

Samþættingar kynja og jafnréttissjónarmiða skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólastarfinu.

 

Þess verði gætt að fulltrúar allra kynja, eins og við verður komið, komi að stefnumótun og áætlanagerð svo sem þegar unnið er við skólanámskrá, við gæðastjórnun og innra mat. Með þessu verði tryggt að sjónarmið allra kynja endurspeglist í stefnumótun og áætlanagerð skólans.

 

Rektor

Við alla vinnu við stefnmótun og áætlanagerð.

 

Réttur einstaklings til að skilgreina kyn sitt (3. gr. laga nr. 80/2019)

Markmið (hvað?)

Aðgerð (hvernig?)

Ábyrgð (hver?)

Eftirfylgni/tími (hvenær?)

Að tryggja rétt nemenda og starfsfólks til að skilgreina kyn sitt.

Nemendur geti skilgreint kyn sitt í INNU og leiðbeiningar um skráningu sé til staðar.

Konrektor

Alltaf

Nemendur og starfsfólk geti fengið breytingu á skráningu nafns síns í INNU og Office aðgangi sínum hjá skólanum óháð skráningu nafns í Þjóðskrá.

Konrektor

Þegar þörf krefur

Jafnréttisvísar (tölfræði yfir starfsmenn, nemendur, nefndir og ráð í skólanum)

Unnið skal markvisst að því að jafna fjölda kvenna og karla í nefndum og ráðum á vegum skólans. Þegar óskað er eftir tilnefningu í nefndir og ráð skal farið fram á að tekið sé mið af 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem segir að hlutfall kynjanna skuli vera jafnt og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Jafnréttisvísar eru teknir saman eins oft og þurfa þykir til að vinna að þessu markmiði. Skólinn veitir trúnaðarmönnum aðgang að upplýsingum um auglýst störf og ráðningar í samræmi við ákvæði laga.

 

 

2019 - 2020

2021 - 2022

2022 - 2023

Yfirstjórn

kk.

3

75%

1

25%

1

25%

 

kvk.

1

25%

3

75%

3

75%

Fagstjórar

kk.

0

0%

0

0%

1

12,5%

 

kvk.

8

100

8

100%

7

87,5%

Verkefnastjórar

kk.

2

20%

2

18%

2

25%

 

kvk.

8

80%

9

82%

6

75%

Skólanefnd[1]

kk.

4

45%

4

45%

4

80%

 

kvk.

5

55%

5

55%

1

20%

Skólaráð

kk.

3

50%

2

40%

2

33,3%

 

kvk.

3

50%

3

60%

4

66,6%

Nemendur

kk.

331

48%

335

47%

346

47%

 

kvk.

363

52%

380

53%

386

53%

Miðhópur SMS

kk.

3

100%

2

67%

3

60%

 

kvk.

0

0%

1

33%

2

40%

Formenn nefnda SMS

kk.

4

36%

4

40%

6

54,5%

 

kvk.

7

64%

6

60%

5

45,5%

Nemendur alls í

kk.

31

45%

37

45%

40

46,5%

nefndum og ráðum

kvk.

38

55%

46

55%

46

53,5%

Starfsfólk

kk.

21

31%

23

30%

20

27%

kvk.

46

69%

54

70%

54

73%

Starfsmannafélag

kk.

1

20%

1

16,7%

1

16,7%

kvk.

5

80%

5

83,5%

5

83,5%

Kennarafélag [2]

kk.

1

20%

2

40%

1

20%

kvk.

4

80%

3

60%

4

80%

 

Jafnréttisáætlun Menntaskólans við Sund skal uppfærð í lok hvers skólaárs.

 

[1] Aðalmenn skráðir frá hausti 2022 (áður bæði aðalmenn og varamenn)

[2] Aðalmenn skráðir frá hausti 2022

Síðast uppfært: 21.05.2023