Fréttir

Gott silfur er gulli betra

Lið MS kom, sá en sigraði því miður ekki í úrslitum MORFÍs sem fóru fram á Hótel Hilton á miðvikudagskvöld. Ræðufólkið okkar stóð sig með afburðum vel, bæði söng og kvað vísur upp í pontunni þar sem þau tókust á við það erfiða verkefni að mæla með ritskoðun. Versló tók gullið að þessu sinni en gott silfur er gulli betra eins og spakmælið segir, og MS fór heim með silfrið. Vigdís Elísabet úr ræðuliði MS fékk hvorki meira né minna en þrjá bikara fyrir að hafa verið ræðumaður kvöldsins í viðureignum vetrarins. Ræðufólk kvöldsins í liði MS voru Ásgeir Máni, María Sól og Vigdís Elísabet og liðsstjóri var Agla Rut.

Fjórða grænfánanum flaggað í MS

Umhverfisnefnd MS, undir leiðsögn Katrínar Magnúsdóttur kennara við skólann, hefur unnið að því í vetur að viðhalda grænni vegferð skólans. Hápunktur starfs umhverfisnefndarinnar er umhverfisvika, sem fram fór dagana 28.-30. apríl. Vikunni lauk á afhendingu grænfánans í hádeginu 30. apríl. 

Frábær árangur hjá MS-ingum í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2025

Fimm MS fyrirtæki komust í 30 liða úrslit af 142 fyrirtækum sem tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla JA-Iceland 2025. MS gekk út með 5 verðlaun eftir daginn, þar á meðal fyrir fyrirtæki ársins. Urri vann bæði fyrirtæki ársins og verðlaun fyrir bestu markaðssetninguna og er á leið til Aþenu í Evrópukeppni ungra frumkvöðla í júlí!