Tölvuumsjón veitir aðstoð varðandi tölvu- og tækjabúnað skólans.
Gert er ráð fyrir að nemendur séu með eigin fartölvu til notkunar í skólanum. Athugið að með fartölvu er ekki átt við Chrome vélar eða spjaldtölvur (iPads og tablets). Þær eru gerðar fyrir netvinnslu sem duga ekki nemendum í framhaldsskóla nema að mjög takmörkuðu leyti.
Mælt er með að nota ekki Safari vafrann sem fylgir Apple vélum. Hann hefur verið til vandræða. Notið frekar til dæmis Microsoft Edge, Google Chrome, Firefox, Opera, eða Vivaldi.
Þráðlaust net skólans er: Msund-Nemendur, ekkert lykilorð
Aðstoð við INNU
Skrifstofa skólans og konrektor sjá um aðstoð við Innu
Frír Office pakki
Allir nemendur og starfsfólk fá frían aðgang að office pakkanum frá Microsoft meðan þau eru í skólanum
Til að setja upp Office pakkann er smellt á Microsoft 365 á heimasíðu skólans. Þegar inn er komið er smellt á install apps og efri valmöguleikinn valinn.
TIl að breyta lykilorðinu sínu í Office 365 smellið er farið í lyklakippuna hér til hliðar
Utan skólans þarf að nota tveggja þátta auðkenningu. Sjá leiðbeiningar um uppsetningu hér til hliðar.
Tölvur í skólanum og prentarar fyrir nemendur
- Eru á gula svæðinu á annarri hæði í Aðalsteini (AÐA20) og á bókasafninu.
- Einungis er hægt að prenta úr borðtölvum í skólanum. Sjá nánar um prentun hér til hliðar.
Skólinn er rekinn á PC hugbúnaði og er því almennt þægilegri fyrir þannig tölvur. Nemendur og starfsfólk með Apple búnað þarf því að vera undir það búið að þær vélar geti þurft sérmeðferð í einhverjum tilvikum.
Tölvuumsjón:
Aðsetur: Baggabotn, skrifstofa Viskusteins.
Netfang tölvuumsjónar: tolvuumsjon (hjá) msund.is
Starfsmenn tölvuumsjónar:
Jóhann G. Thorarensen, umsjónarmaður tölvumála og Agnar Guðmundsson, kerfisstjóri
Öryggi á netinu
Uppfærsla á tölvum
Mikilvægt er að uppfæra tölvur reglulega, bæði til að tryggja öryggi þeirra og eins til að fá lagfæringar og viðbætur í hugbúnaðinn í þeim.
Í PC vélum er ferlið eftirfarandi:
- Smellt á „Windows" merkið.
- Smellt á „Settings" (tannhjólið).
- Smellt á „Update and Security" í Win10 eða „Windows update í Win11.
- Best er að ná bara í allar uppfærslur, líka þær sem eru valkvæðar („Optional updates").
- Svo þegar uppfærslum er lokið er vélin endurræst („Update and restart").
í MacBook er ferlið eftirfarandi:
- Farið í „System Settings“
- Valið „General“
- Valið „Update Now“.
- Svo er vélin endurræst.
Að sjálfsögðu er svo tölvuumsjón boðin og búin til að aðstoða ef þarf.Síðast uppfært: 26.06.2023