Björk Erlendsdóttir
bjorke@msund.is

Félagsráðgjafi
Forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar
Ráðgjöf
Skrifstofa í JAR 22
Hildur Halla Gylfadóttir
hildurhg@msund.is


Náms- og starfsráðgjafi
Umsjón með Krossgötum
Ráðgjöf
Skrifstofa í JAR 22
Fjóla Dögg Blomsterberg
fjolab@msund.is


Náms- og starfsráðgjafi
Umsjón með Krossgötum
Ráðgjöf
Skrifstofa á Rökstólum við hlið JAR 26
Náms- og starfsráðgjöf
Markmið ráðgjafar í skólanum er að sinna nemendum á faglegan hátt í námi þeirra og einkamálum. Ráðgjöfin er veitt í trúnaði við nemendur. Ráðgjafinn gætir hagsmuna einstaklinga og hópa. Hann leitast við að vinna á fyrirbyggjandi hátt með það fyrir augum að nemendum takist að skapa sér viðunandi vinnuskilyrði heima fyrir og í skóla. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl sem og hópráðgjöf ef aðstæður eru þannig að líklegt megi teljast að hún gagnist nemendum. Náms- og starfsráðgjafar annast skólakynningar, bæði til grunnskólanemenda sem og til útskriftarhópa Menntaskólans við Sund. Þeir veita einnig foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum sem tengjast nemendum ráðgjöf sé þess óskað.
Sértæk þjónusta og stuðningur
Mikilvægt er að nemendur sem greindir er með námsörðugleika eða annað sem haft getur áhrif á námsframvindu séu meðvitaðir um hvaða þjónusta er í boði. Brýnt er að upplýsa námsráðgjafa strax í upphafi náms eða um leið og greining liggur fyrir. Kennarar geta þá nálgast upplýsingar um sína nemendur og geta þá betur komið til móts við nemanda ef á þarf að halda.
Nemandinn getur óskað eftir því að fá próf eða verkefni á lituðum pappír. Ennfremur hafa nemendur í ákveðnum tilvikum geta fengið lengri tíma til að leysa próf eða verkefni í samráði við kennara. Þeir nemendur sem þurfa, geta óskað eftir að fá próf eða stór verkefni í tungumálum sem krafist er sérstaks undirbúnings, lesin á tónhlöðu, ef vægi þess er 10% eða hærra á heildavægi námsmats. Mikilvægt er að nemendur láti kennara sína vita með fyrirvara vilji þeir ákveðið verkefni með þessum hætti.
Hljóðbókarsafn Íslands þjónustar nemendur sem ekki geta nýtt sér að fullu prentað letur. Lang flestar- þó ekki allar bækur sem kenndar eru við skólann eru til á safninu. Við hvetjum nemendur skólans að nýta sér þjónustu safnsins uppfylli þeir skilyrði þess. Nánar má lesa um safnið á heimasíðu þeirra.
Fræðsla og námskeið
Náms -og starfsráðgjafar sjá um ýmis konar fræðslu og námskeið á hverri önn. Er það auglýst á skjákerfi skólans og með tölvupósti sem fer á nemendur og forráðamenn þeirra skv. Innu.
Hvert er annað hægt að leita?
Náms- og starfsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar í skólum eru bundin trúnaði við sína skjólastæðinga en stundum vilja nemendur tala við einhvern annan í trúnaði og jafnvel nafnlaust um persónulegri málefni.
Sjúkt spjall
Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum til að ræða áhyggjur af samböndum sínum, samskiptum eða ofbeldi.
EINN EINN TVEIR
Í neyðartilvikum ætti alltaf að hringja í EINN EINN TVEIR. Líka hægt að hafa samband við neyðarvörð á netspjallinu á 112.is. Alltaf opið!
Hjálparsíminn 1717 og netspjall 1717.is
Hjálparsíminn 1717 og netspjall 1717.is. Trúnaður og nafnleynd. Veita sálfélagslegan stuðning, hlustun, ráðgjöf og upplýsingar um úrræði á Íslandi.
Neyðarmóttakan
Neyðarmóttakan er fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Hún er staðsett á Bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi.
Heilsugæslan
Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Síðast uppfært: 31.08.2023