Nám í umhverfisfræðum við Menntaskólann við Sund

Með nýrri skólanámskrá 2015 var nám í umhverfisfræðum gert að skyldu fyrir alla nemendur skólans. Í eldri námskrá skólans hafði umhverfisfræði verið kennd sem sérhæfing innan náttúrufræðibrautar og var áherslan þar á áhrif náttúrulegra ferla á umhverfið. Breyttar áherslur í umhverfismálum, loftslagsváin og aukinn skilningur á mikilvægi sjálfbærni og græns lífsstíls urðu til þess að skólinn ákvað að umhverfismálin heyrðu til allra. Nemendur þurfa allir að taka grunnáfanga í umhverfisfræðum og síðan er gert ráð fyrir því að þeir sem það vilja geti menntað sig áfram í þessum fræðum.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvern áfanga hér. 

 

Síðast uppfært: 27.08.2023