MS í gegnum árin

Saga Menntaskólans við Sund nær allt aftur til ársins 1969 en Menntaskólinn við Tjörnina, síðar Menntaskólinn við Sund var stofnaður miðvikudaginn 1. október 1969 og hófst kennsla klukkan tíu þann morgun. Skólinn var til húsa í Miðbæjarskólanum og þar var einungis fyrsti bekkur, sem skiptist í tíu bekkjardeildir. Fjöldi nemenda fyrsta árið var 220—230 og starfaði skólinn í tengslum við gamla Menntaskólann í Lækjargötu (Menntaskólann í Reykjavík).

Hér má nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast sögu skólans.