06.01.2026
Lið MS sigraði VA í fyrstu umferð Gettu betur í gær. Liðið er því komið áfram í keppninni. Til hamingju með frábæran árangur, Hinrik Hugi, Oliwia Eva og Hekla Kristín!
19.12.2025
Í dag brautskráðust 11 nemendur frá Menntaskólanum við Sund en skólinn brautskráir nýstúdenta við lok hverrar annar í þriggja anna kerfi. Athöfnin var að vanda hátíðleg og flutti kór starfsfólks nokkur lög undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur.
19.12.2025
Við óskum öllum nemendum, aðstandendum og starfsfólki skólans gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.
Skólinn verður lokaður 22. desember til og með 2. janúar. Kennsla hefst aftur á nýju ári mánudaginn 5. desember samkvæmt stundaskrá og skrifstofa skólans opnar kl. 8:00 þann dag.
17.12.2025
Fimmtudagurinn 18. desember og föstudagurinn 19. desember eru matsdagar í MS. Hér má sjá dagskrá matsdaganna:
10.12.2025
Síðastliðið sumar tóku nokkrir nemendur úr MS þátt í verkefninu STEM fyrir framtíðina. Anh Ngoc, nemandi úr Kvennaskólanum í Reykjavík, stóð fyrir verkefninu auk þess að gera sjálf rannsókn. Markmið verkefnisins er að veita stelpum og stálpum í framhaldsskóla tækifæri til að stunda stafræna vísindarannsókn undir leiðsögn háskólakennara og framhaldsnema við ýmsa háskóla. Verkefnið stóð yfir í sex vikur í júlí og ágúst. Í verkefninu fengu nemendur að kynnast rannsóknaraðferðum og vinnubrögðum sem nýtast þeim í framhaldsnámi í tækni- og vísindagreinum. Leiðbeinendur í verkefninu eru meðal annars úr Stanford University, University of Southern California, University of British Columbia, Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. LESA MEIRA...
14.11.2025
Stundatöflur vetrarannar eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir óskir um töflubreytingar í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 17. nóvember. Athugið að taka mið af undanförum en nemendur þurfa að ljúka undanfara til að komast í næsta áfanga í mörgum tilfellum (sjá skipulag áfanga á heimasíðunni).
Athugið að fyrstu töflubreytingaóskirnar verða afgreiddar um miðjan dag á sunnudag og því gildir hér fyrstur kemur fyrstur fær. Áfram verður þó hægt að gera töflubreytingaóskir í Innu til kl. 15 á mánudag. Nemendur sem þurfa aðstoð við töflubreytingar þurfa að koma í MS mánudaginn 17. nóvember og þar gildir líka að fyrstur kemur fyrstur fær. LESA MEIRA...
12.11.2025
Námsmatssýning haustannar fer fram fimmtudaginn 13. nóvember. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annars vegar í skólanum og hins vegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel.
11.11.2025
Í lok október fóru nemendur í borgaráföngum í þýsku og frönsku í ferðir til Berlínar og Parísar. Í borgaráföngunum undirbúa nemendur ferðirnar og vinna verkefni um borgirnar, sögu þeirra og mannlíf, ásamt því að þjálfa samskipti á tungumálunum. Áföngunum lýkur svo með borgarferð. LESA MEIRA...
07.11.2025
Hér má sjá dagskrá matsdaga við lok haustannar mánudaginn 10. nóvember og þriðjudaginn 11. nóvember. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Nemendur bera ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í próf / verkefni á réttum stað og stund. Ef skörun er í dagskrá nemenda verða þeir að ræða beint við sína kennara.
03.11.2025
Ekki verður opnað fyrir umsóknir um skólavist í MS á vetrarönn 2025. Áhugasömum er bent á að fylgjast með upplýsingum um innritun á vorönn uppúr miðjum janúar mánuði.