MYND1ML05 - Myndlist grunnáfangi

Í áfanganum læra nemendur tæknileg undirstöðuatriði og helstu vinnuaðferðir tengdar myndlist, s.s. formfræði, litafræði, hlutföll, fjarvídd, myndbyggingu, teikningu og málun. Lögð er áhersla á að þjálfa hæfni nemenda og tækniþekkingu og skapandi hugsun til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Nemendur byrja á að búa til ferilbók og nýta hana alla lotuna til að skrá niður hugmyndir að verkum auk þess sem þeir þjálfa sig í að teikna viðfangsefni í nærumhverfi. Lögð er áhersla á tengingu við listina í landinu með heimsókn á listasöfn og mögulega vinnustofu þar sem boðið er upp á leiðsögn. Auk þess eru nemendur hvattir til að sækja listsýningar á eigin vegum. Nemendur útbúa kynningu á íslenskum myndlistarmanni og flytja fyrir samnemendur sína.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • helstu stefnum, viðfangsefnum og vinnuaðferðum myndlistar
 • mikilvægustu hugtökum og orðaforða greinarinnar
 • formum, litum og öðrum tæknilegum undirstöðuatriðum í listum
 • þróun eigin hugmynda
 • verkum nokkurra íslenskra myndlistamanna


Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • nýta sér grunnþjálfun í meðferð tækja, efna og verklagi til listsköpunar
 • þróa eigin hugmyndir yfir í verk
 • nálgast upplýsingar um myndlist, ræða og meta
 • ræða um og meta eigin verk


Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • nýta sér þá færni sem hann hefur tileinkað sér til að koma á framfæri eigin hugmyndum og vinna með mismunandi aðferðir til listsköpunar
 • útskýra vinnu og ferli frá hugmynd til fullgerðs verks
 • sýna frumkvæði, skapandi nálgun og sjálfstæði í verkum sínum

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: Enginn