Þjónusta við tvítyngda nemendur og nemendur með annað móðurmál en íslensku

Í samræmi við 3. grein reglugerðar nr. 654/2009 um rétt nemenda í framhaldsskólum til kennslu í íslensku, hefur Menntaskólinn við Sund sett fram móttökuáætlun fyrir tvítyngda nemendur og þá sem eru með annað móðurmál en íslensku [sjá nánar hér til hliðar].

Við MS starfa námsráðgjafar, mætingastjóri og svo sérstakur verkefnastjóri sem í sameiningu sinna stuðningi og þjónustu við tvítyngda nemendur og þá sem eru með annað móðurmál en íslensku. Þegar innritun fyrir næsta skólaár er lokið hefst skimunarferli þar sem námsstaða tvítyngdra nemenda og þeirra með annað móðurmál en íslensku er skoðuð með það að markmiði að veita þeim eins góða þjónustu og völ er á. Skólinn leggur áherslu á að tungumálakunnátta sé könnuð með það í huga að nemandi geti fengið móðurmál sitt metið til eininga.

Tvítyngdir nemendur og þeir sem eru með annað móðurmál en íslensku eru hvattir til þess að panta sérstakt móttökuviðtal við verkefnastjóra og má senda slíka ósk á msund@msund.is og merkja póstinn "ósk um móttökuviðtal". Einnig er hægt að panta slíkt viðtal beint hjá verkefnastjóra eða hjá námsráðgjöfum skólans.

Móttökuviðtal er vettvangur þar sem nemandi og forráðamenn geta komið upplýsingum um aðstæður, bakgrunn og námsstöðu nemanda.

Síðast uppfært: 13.12.2022