Reglur safnsins

Athugið að lánþegi ber ábyrgð á þeim safngögnum sem hann tekur að láni og er bótaskyldur ef þau glatast eða skemmast.

  • Öll útlán af safninu skal skrá. Heimlán eru tölvuskráð hjá starfsfólki Viskusteins.
  • Þegar útlánstími safngagna í heimláni er útrunninn skal skila þegar í stað í afgreiðslu safnsins eða í sérstakan læstan kassa sem er við innganginn að safninu.
  • Bækur, tímarit og önnur gögn, sem notuð eru á lestrarsal, skal setja á sinn stað eða afhenda starfsmanni bókasafns að notkun lokinni.
  • Námsbækur, hleðslutæki fyrir fartölvur og farsíma, reiknivélar og ritföng eru lánuð út af skrifstofu skólans.
  • Mikilvægt er að hafa hljótt á bókasafninu og virða vinnufrið annarra!
  • Öll meðferð og neysla tóbaks, rafretta, matar og drykkja er algerlega bönnuð á safninu!
  • Þegar talað er í farsíma þarf að gæta þess að tala í hálfum hljóðum og sýna með því öðrum bókasafnsgestum tillitsemi.

Athygli er sérstaklega vakin á því að nemendur þurfa að gera full skil við bókasafnið í lok hverrar annar. - Semja þarf sérstaklega við starfsfólk bókasafnsins um lán í skólafríum.

Síðast uppfært: 15.08.2021