ENSK3HS05 - Fagenska í viðskiptum og hagfræði

Áfangi þrjú. Fimm f-einingar. Unnið með sérhæfðan orðaforða í viðskiptum og hagfræði á ensku. Notaðar greinar af ýmsum sviðum viðskipta og hagfræði. Einnig eru bókmenntir lesnar og vandlega skoðaðar út frá menningarlegu samhengi.
 
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi fagtextum í viðskiptum og hagfræði
  • álitaefnum í viðskiptum og hagfræði
  • tengslum rannsókna í viðskiptum og hagfræði í mótun samfélaga
  • enskum orðasamböndum innan viðskipta og hagfræði
  • framsetningu ritaðs og talaðs máls, aðallega formlegs máls
  • framsetningu hugmynda í skáldskap er tengjast menningu enskumælandi þjóða
  • fagorðabókum og íðorðasöfnum
  • heimildaskráningu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja vel texta í viðskiptum og hagfræði
  • skilja vel talaða ensku um viðskipti og hagfræði
  • sklja tengsl rannsókna á viðskiptum og hagfræði og mótun samfélaga
  • taka virkan þátt í samræðum um ýmis álitaefni viðskipta og hagfræði
  • skrifa ýmiss konar formlega texta samkvæmt enskum reglum og hefðum
  • lesa bókmenntalegan texta út frá menningarlegu samhengi
  • nota reglur um heimildaskráningu
  • nota fagorðabækur og íðorðasöfn við nám sitt
 
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um málefni viðskipta og hagfræði
  • skilja inntak rökræðna og erinda um viðskipti og hagfræði
  • átta sig á mismunandi notkun tungumálsins í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar
  • greina tengsl skáldskapar og menningar
  • gagnrýna á rökfastan hátt texta um viðskipti og hagfræði á hlutlægan hátt
  • tjá sig á skipulegan hátt um efni tengt viðskiptum og hagfræði
  • nýta sér heimildir samkvæmt reglum um notkun heimilda
  • nýta sér fagorðabækur og íðorðasöfn við nám sitt á réttan hátt
  • skrifa formlega ritgerð með inngangi með efnisyrðingu, meginmáli og lokaorðum

Nánari upplýsingar á námskrá.is