Rafræn vöktun í skólanum

Öryggismyndavélar eru mikilvægur hlekkur í öryggiskerfi Menntaskólans við Sund. Reynslan sýnir að öryggismyndavélar hafa talsverðan fælingarmátt og geta verið ómetanlegar við að upplýsa þjófnaði og skemmdarverk. Þær eru hluti af þeirri viðleitni að verja eigur Menntaskólans við Sund, starfsmanna hans og nemenda og bæta öryggi á skólasvæðinu almennt.

Vöktunin fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Menntaskólans við Sund í tengslum við eigna- og öryggisvörslu, sbr. 6. tölul. 9. gr. Laga nr. 90/2018 og f-lið 1. mgr. 6 gr. Reglugerðar (ESB) 2016/679. Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er Menntaskólinn við Sund.

Við notkun öryggismyndavéla verður að fylgja reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun. Göng eru geymd í allt að þrjátíu daga og er myndefnið aðeins skoðað af ábyrgðaraðila ef upp koma atvik eða atburðir sem rekja þarf frekar. 

Á vef persónuverndar má finna svör við algengum spurningum um öryggismyndavélar og reglur sem um þær gilda.

Það eru öryggismyndavélar í fatahengi skólans og inni í upplýsinga- og tækniveri (Viskusteini).

Frekari upplýsingar um réttindi einstaklinga í tengslum við vöktun með öryggismyndavélum má nálgast hjá skólanum í gegnum netfangið: msund@msund.is.