Leitarvélar á netinu

Google er ein vinsælasta og öflugasta leitarvélin á Netinu. Upphafssíða Google og helstu leitarleiðbeiningar hafa verið þýddar á íslensku. Boðið er upp á m.a. að takmarka leit eingöngu við síður á íslensku. Þegar leita á að fræðiefni er bent á Google Scholar Þar er leitað í efni vísindatímarita, á vefsetrum háskóla og í ýmsum vísindavefsetrum.

Íslenska leitarvélin leitir.is veitir upplýsingar um og aðgang að margs konar vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni frá íslenskum bóka-, ljósmynda-, lista- og minjasöfnum. Allt efni sem er til á bókasafni M.S. finnið þið þar inni.

Athugið að hver sem er getur sett upplýsingar út á netið og þar ægir saman vönduðu efni og miður áreiðanlegum upplýsingum. Við notkun heimilda af netinu þarf því að kanna hvort viðkomandi heimild sé traust og upplýsingarnar áreiðanlegar.

Síðast uppfært: 06.10.2022