ENSK3AE05 - Akademísk enska

Áframhald á þjálfun í akademískri ensku auk kynningar á sögu enskrar tungu. Einnig eru bókmenntir sem tengjast menningu enskumælandi þjóða lesnar og vandlega skoðaðar með tilliti til menningar og sögu.
 

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • málefnum settum fram á formlegan akademískan hátt
 • sögu og menningu helstu enskumælandi þjóðfélaga
 • menningarlegum tengslum eigin menningar og enskumælandi þjóðfélaga
 • sögu enskrar tungu og skyldleika hennar við íslensku
 • framsetningu ritaðs og talaðs máls, aðallega formlegs máls
 • grunnhugmyndum heimildaskráningar


Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • skilja vel texta á akademískri ensku
 • skilja talaða ensku af ýmsu tagi um menningartengd málefni
 • lesa um sögu og þróun enskrar tungu
 • skilja tengsl enskrar tungu og íslensku
 • taka virkan þátt í samræðum um ýmis efni
 • skrifa ýmiss konar texta, formlega og óformlega, samkvæmt enskum reglum og hefðum
 • nota grunnreglur um heimildaskráningu
 • nota almennar orðabækur við nám sitt


Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um valin akademísk málefni
 • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar
 • greina menningarlegt samhengi í bókmenntaverkum á ensku
 • tekið þátt í umræðum um og gagnrýni um ýmiss konar málefni tengd námsefni, rökrætt og svarað spurningum
 • nýta sér heimildir samkvæmt reglum um notkun heimilda
 • nýta sér orðabækur við nám sitt á réttan hátt
 • nýta sér og meta röksemdarfærslur um ákveðin málefni
 • skrifa formlega ritgerð með inngangi með efnisyrðingu, meginmáli og lokaorðum
 • tjá sig ýmist skriflega eða munnlega á huglægan og skapandi hátt þar sem beitt er ýmsum stílbrögðum enskrar tungu

Nánari upplýsingar á námskrá.is