Urri - fyrirtæki ársins 2025: Alma Ösp Óskarsdóttir, Birna Kolbrún Jóhannsdóttir, Selma Lísa Björgvinsdóttir, Aron Valur Gunnlaugsson og Ketill Ágústsson
Fimm MS fyrirtæki komust í 30 liða úrslit af 142 fyrirtækum sem tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla JA-Iceland 2025. MS gekk út með 5 verðlaun eftir daginn, þar á meðal fyrir fyrirtæki ársins. Urri vann bæði fyrirtæki ársins og verðlaun fyrir bestu markaðssetninguna og er á leið til Aþenu í Evrópukeppni ungra frumkvöðla í júlí!
Berjabiti vann verðlaunin matvælafyrirtæki ársins, Marin vann til verðlauna fyrir frumlegasta sölubásinn á Vörumessunni í Smáralind og Turnip Up fékk verðlaun fyrir umhverfisvænustu lausnina.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, stjórnarformaður Ungra frumkvöðla – JA Iceland og Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun veittu verðlaun og viðurkenningar til fyrirtækjanna í Arion banka þann 30. apríl.
Skólinn óskar nemendum til hamingju með frábæran og verðskuldaðan árangur. Hér má lesa meira um keppnina á mbl.is.

Berjabiti - Snorri Már Friðriksson, Kjartan Pétur Einarsson, Daníel Darri Arnarsson, Arnar Þórarinsson og Lindi Banushi

Marin - Ísabella Rós Magnúsdóttir, Viktoría Rós Magnúsdóttir og Borghildur Jóhannesdóttir

Turnip Up - Aron Máni Auðunsson, Gísli Dan Rúnarsson, Kjartan Bjarnason, Magnús Þór Hauksson, Nökkvi Benediktsson
