HAGF1ÞR05 - Inngangur að hagfræði

Í áfanganum er fjallað um grundvallarhugtök rekstrar- og þjóðhagfræðinnar. Rekstur einkafyrirtækja og hins opinberra er skoðaður. Rýnt er í helstu þætti er varða innra skipulag fyrirtækja og ytri aðstæður þeirra. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • hagfræði sem fræðigrein, meginviðfangsefnum hennar og grundvallarspurningum
 • grundvallarhugtökum hagfræðinnar
 • helstu framleiðsluþáttum
 • muninum á markmiðum með rekstri fyrirtækja og stofnanna
 • hlutverki hins opinbera í hagkerfinu
 • efnahagslegum tengslum Íslands við önnur lönd
 • rekstri fyrirtækja og stofnana

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • útskýra algengustu hugtök sem unnið er með í áfanganum
 • lesa og skilja fréttir um hagfræðileg málefni
 • nota framboðs- og eftirspurnarlínurit til að skoða þróun á markaði
 • nýta sér netið við öflun gagna og lausn verkefna
 • reikna út afkomu fyrirtækja

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • taka þátt í daglegri efnahagsumræðu
 • leggja mat á upplýsingar um efnahagsmál
 • tengja undirstöðuþekkingu í hagfræði við rekstur fyrirtækja og þróun efnahagsmála


Nánari upplýsingar á námskrá.is