FRAN1MÁ05 - Málfræði, málnotkun og menning tungumálsins

Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Textar verða smám saman lengri og þyngri. Orðaforði er aukinn, nemendur þjálfast í nýjum málfræðiatriðum og að mestu er lokið við að fara yfir grundvallarþætti málkerfis tungumálsins. Orðaforði er aukinn, nemendur þjálfast í nýjum málfræðiatriðum og að mestu er lokið við að fara yfir grundvallarþætti málkerfis tungumálsins. Nemendur vinna með ýmis konar kennsluefni, lesa rauntexta eða smásögur og leysa ýmis verkefni þar að lútandi. Einnig er myndefni fléttað inn í kennsluna. Haldið er áfram að kynna menningu og staðhætti viðkomandi málsvæða. Hvatt er til aukins sjálfstæðis nemenda í vinnubrögðum og að þeir nýti sér ýmis hjálpargögn, s.s. orðabækur, málfræðibækur og internetið við upplýsingaöflun. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð kunnáttu upp á stig A2 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta leikni og hæfniviðmiðum þrepsins
 • grundvallarþáttum málkerfis viðkomandi tungumáls
 • ólíkum textagerðum og mismun á töluðu og rituðu máli
 • mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem viðkomandi tungumál er talað sem móðurmál eða fyrsta mál og þekkja helstu samskiptavenjur


Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • fylgjast með frásögnum eða samtölum um almenn efni eða sérhæfðari málefni sem hann þekkir þar sem talað er skýrt
 • skilja texta um almennt og þematengt efni sem fjallað er um í áfanganum og beita viðeigandi aðferðum eftir því hver tilgangurinn er með lestrinum hverju sinni
 • taka þátt í samræðum um efni sem hann þekkir, hefur áhuga á eða tengist daglegu lífi t.d. fjölskyldu, áhugamálum, starfi, ferðalögum og málefnum líðandi stundar
 • fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatextum
 • segja frá á skýran hátt í nútíð og þátíð og halda stutta kynningu á undirbúnu efni með því að beita orðaforða, setningagerð og framburði á sem réttastan hátt
 • skrifa samfellda texta um ýmis efni sem hann þekkir, t.d. mannlýsingar og lýsingar á stöðum og umhverfi og geta betur en áður dregið ályktanir og tjáð eigin skoðanir
 • nýta sér ýmis hjálpargögn í tungumálanáminu


Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • fylgjast með frásögnum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt
 • skilja meginatriði texta sem innihalda algengan orðaforða, m.a. á internetinu, í blöðum og tímaritum
 • segja frá eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu
 • miðla á einfaldan hátt efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á í ræðu og riti
 • skrifa um hugðarefni sín, ýmis málefni og atburði, ímyndaða eða raunverulega, í þátíð og nútíð
 • afla sér ýmissa upplýsinga úr mæltu máli, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í námi og starfi
 • lesa skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá skoðun sína
 • geta bjargað sér á málinu við algengar aðstæður í almennum samskiptum
 • meta eigið vinnuframlag og framfarir í málinu

Nánari upplýsingar á námskrá.is