Öryggismál

Öryggisnefnd Menntaskólans við Sund

Eftirtaldir aðilar skipa öryggisnefnd MS:

 • Hjördís Jóhannsdóttir þjónustufulltrúi og öryggistrúnaðarmaður
 • Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir kennari og öryggistrúnaðarmaður
 • Gunnlaugur Ísleifsson umsjónarmaður og öryggisvörður
 • Helga Sigríður Þórsdóttir rektor og öryggisvörður

Öryggisnefnd

Öryggisnefnd skal taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og skulu þeir til skiptis vera úr röðum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Öryggisnefndin heldur fundi eins oft og hún sjálf telur þörf á en þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Helstu verkefni öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða eru að; - taka þátt í gerð áhættumats og fylgja því eftir ásamt atvinnurekanda - kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun - fylgjast með að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum - vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu - gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur - fylgjast með að skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma sé sinnt Nánari upplýsingar eru í reglugerð nr. 920/2006 um vinnuverndarstarf á vinnustöðum.

Öryggistrúnaðarmenn skulu kosnir af starfsmönnum til tveggja ára í senn. Öryggisverðir eru skipaðir af atvinnurekanda til tveggja ára í senn.

112 - handbókin

Skólinn gefur út handbókina 112 sem m.a. inniheldur upplýsingar og leiðbeiningar um það hvernig skuli brugðist við komi upp vá í skólanum. Þar er fjallað um hvernig skuli brugðist við ef eldur verður laus í skólanum. Jafnframt eru þar leiðbeiningar um viðbrögð við vá af völdum jarðskjálfta og vá af manna völdum. Í handbókinni 112 eru einnig upplýsingar og leiðbeiningar um fyrstu hjálp.

Skólinn gaf fyrst út handbókina 112 árið 2009. Þessi handbók tók á viðbrögðum við eldsvoða, jarðskjálftavá og annarri vá sem steðjað getur að skólanum . Einnig var þar að finna fræðslu um slökkvitæki og fyrstu hjálp og rýmingaráætlun skólans. Lista yfir öryggisventla hvers árs má sjá hér til hliðar.

Smellið á myndina til að nálgast 112 bókina

Aðgerðaráætlun öryggisnefndar 2023-2024

 • Skyndihjálparnámskeið verður haldið á matsdögum í september 2023
 • Stefnt að því að starfsmenn fari eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti á skyndihjálparnámskeið.
 • Halda námskeið í meðferð slökkvitækja fyrir öryggisventla.
 • Halda rýmingaræfingu í byrjun okt og aftur í lok mars.
 • Yfirferð á áhættumati starfa.
 • Setja upp varanleg og sýnileg söfnunarskilti á lóð skólans.
 • Vakta loftgæði í skólabyggingunum.

Síðast uppfært: 24.1.2024