ÍÞRÓ2FR05 - framhaldsáfangi í íþróttum

Áfanginn er bæði verklegur og fræðilegur. Í áfanganum fá nemendur að kynnast grunnþáttum í þjálfun íþrótta, mikilvægi hreyfingar og starfsemi vöðva. Nemendur fá einnig að líta inn í heim ýmissa íþrótta með kynningum á íþróttunum og þátttöku. Farið verið í uppbyggingu og skipulagningu þjálfunar og einnig verður farið yfir markmiðasetningu. Nemendur öðlast þekkingu á sviðum eins og styrktarþjálfun, þolþjálfun, liðleikaþjálfun, næringu íþróttamannsins sem og almennings og forvarnargildi íþrótta. Nánar er kveðið á um fyrirkomulag kennslu í námsáætlun.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • mismunandi aðferðum hreyfingar
 • afleiðingar kyrrsetu
 • mikilvægi styrtkar-, þol- og liðleikaþjálfunar
 • forvarnargildi íþrótta
 • skipulagi þjálfunar
 • markmiðasetningu

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • iðka fjölbreytta grunnþjálfun í hinum ýmsu íþróttum
 • stunda fjölbreytta hreyfingu
 • setja sér raunhæf markmið
 • nýta sér hinar ýmsu leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður
 • beita aðferðum til að meta þol, styrk og liðleika
 • beita almennri og sérhæfðri upphitun í ýmsum íþróttagreinum

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • framkvæma einföld verkefni sem tengjast hreyfingu og/eða íþróttum
 • nýta sér markmiðasetningu sem tengjast hreyfingu og daglegu lífi
 • leysa ýmis verkefni sem koma að æfingum og leikjum sem bæta og viðhalda líkamshreysti
 • leysa verkefni sem snerta alhliða hreyfingu
 • nýta og þekkja sína styrkleika