ÍÞRÓ1XE01, ÍÞRÓ1YE01 og ÍÞRÓ1ZE01

Áfanginn er verklegur þar sem haldið verður áfram að fara yfir grunnþætti og markmiðasetningu mismunandi greina. Nemendur geti unnið sjálfstætt, sett sér markmið og unnið markvisst að þeim. Nemendur læra að átta sig á tengslum líkama og sálar og mikilvægi þeirra í daglegu lífi og fá einnig aukinn skilning á því hvernig streita, hugsanir og lífsstíll hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum mismunandi greina
  • forvarnargildi almennrar heilsuræktar

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nýta æfingar og hreyfingu sem stuðla að bættri heilsu
  • nota samvinnu sem stuðlar að jákvæðu viðhorfi, tillitssemi og hvatningu
  • nýta sér aðferðir til slökunar
  • nota aðferðir til að meta eigin styrkleika

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sýna öðrum virðingu við leik, nám og störf
  • leysa af hendi einföld verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamshreysti
  • nýta sér undirstöðuatriði réttrar líkamsbeitingar
  • geta stundað slökun