Forvarnastefna MS

Markmiðið með forvarnarstefnu MS er að styrkja sjálfstraust, ýta undir jákvæða lífssýn, heilbrigða lífshætti, félagsþroska og sjálfsvirðingu.

Félagslíf nemenda og viðburðir á vegum skólans skulu einkennast af virðingu, jákvæðum samskiptum, heilbrigðum lífsháttum án vímuefna og miða að því að efla félagsþroska nemenda.

Áhersla er lögð á góða líðan allra starfsmanna og nemenda skólans. Allir starfsmenn og nemendur eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og þeir sæti ekki kynferðislegri áreitni, einelti eða öðru ofbeldi.

Síðast uppfært: 08.04.2019