Fyrirtækið Krúska rekur mötuneyti MS sem staðsett er í Holti, sal skólans. Salurinn tekur um 300 manns í sæti í hádeginu en mötuneytið opnar klukkan 8:10 á morgnana og er opið fram undir klukkan 14:00 alla virka daga. Salurinn er hins vegar opinn nemendum frá klukkan 8-16 alla virka daga.
MATSEÐILL VIKUNNAR
Maturinn
Stök heit máltíð kostar kr. 1150.- en hægt er að kaupa klippikort á kr. 10000.- fyrir 10 máltíðir.
Auk heitra máltíða eru seldar samlokur,vefjur, jógúrt, drykkir og hollustusnakk.
Ekki eru notaðar hnetur við matargerð í MS.
Til að borga fyrir 10 skipta matarkort má leggja inn á reikning mötuneytis:
- Kt: 520808-0270, reikningur 0513-26-9235.
Það þarf að senda SMS með nafni nemanda í síma 8226262. Kortið fæst þá afhent í mötuneyti skólans. Einnig er hægt að kaupa kort í mötuneytinu.
Heitur matur er framreiddur alla daga frá kl.11:30 – 12:30.
Hafragrautur er framreiddur alla daga frá kl. 09:20 – 09:40.

Markmiðið mötuneytisins í Menntaskólanum við Sund er að:
- maturinn sé hollur og næringarríkur og henti ungmennum og fullorðnum vel
- fá nemendur og starfsfólk til að borða hollan mat
- kynna nemendum og starfsfólki fyrir fjölbreyttum mat og matargerð
- við afgreiðslu matar séu nemendur og starfsfólk hvatt til að smakka á mat sem er þeim framandi
- kynna fjölbreyttar tegundir grænmetis og grænmetisrétta fyrir nemendum og starfsfólki
Síðast uppfært: 01.02.2023