Grænfáni

Menntaskólinn við Sund flaggaði sínum fyrsta grænfána vorið 2022 og eru fánarnir nú orðnir tveir. Umsjón með grænfánaverkefninu er á höndum umhverfisnefndar skólans í gegnum áfangann UMHV3GF05. Áfanginn er kenndur árlega og því er sótt um Grænfána árlega. Í umsóknarferlinu þarf umhverfisnefnd skólans að skrifa skýrslu þar sem gerð er grein fyrir umhverfisstarfinu innan skólans. Vinna þarf í samræmi við skrefin 7 og er gerð grein fyrir vinnunni í skýrslunni.

Hér má sjá skýrslur umhverfisnefndar skólans:

Meginmarkmið Menntaskólans við Sund með þátttöku í grænfánaverkefninu er að tengja betur saman umhverfisstefnu skólans og aðgerðir í umhverfismálum við fræðslu í umhverfismálum. Marmiðið er að þannig náist kröftugri samstaða í umhverfismálum meðal allra sem koma að skólanum, nemenda, starfsfólks og annarra aðila sem leita til skólans með þjónustu.

Með þátttöku í þessu verkefni sem er í umsjá Landverndar vill Menntaskólinn við Sund auka menntun, þekkingu og virðingu fyirr náttúru og umhverfi lands og hafs. Menntaskólinn við Sund vill stuðla að góðri umgengi og sjálfbærri nýtingu allra auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum.

Grænfánaafhending vorið 2023

Á myndinni má sjá umhverfisnefnd skólans skólaárið 2022 - 2023 ásamt kennurum sínum, þeim Katrínu og Kristbirni, og Sigurlaugu fulltrúa Landverndar sem afhenti grænfánann.

Grænfáni dreginn að húni vorið 2023

Hér má sjá Gulla húsvörð aðstoða nemendur í umhverfisnefnd við að draga Grænfánann að húni.