Farsældarþjónusta

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt af Alþingi 22. júní 2021. Í lögunum kemur fram að nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geti óskað eftir stuðningi tengiliðs sem veitir upplýsingar og leiðbeiningar um sérhæfða þjónustu innan og utan skólans. Til að óska eftir þjónustu þurfa forsjáraðilar að fylla út eyðublað með umsókn sem þarf að berast til tengiliðs innan skólans. Tilgangurinn er að auka samstarf þjónustuaðila í þágu farsældar barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að þjónustu við hæfi.

Tengiliðir vegna farsældarþjónustu:
Anna María Jónsdóttir, brautarstjóri starfsbrautar (annaj@msund.is)
Helga Björt Möller, sérkennari á starfsbraut (helgam@msund.is)
Björk Erlendsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar (bjorke@msund.is)
Fjóla Dögg Blomsterberg, náms- og starfsráðgjafi (fjolab@msund.is)
Hildur Halla Gylfadóttir, náms- og starfsráðgjafi (hildurhg@msund.is)

 

Síðast uppfært: 01.02.2023