ENSK3YE05 - Yndislestur á ensku

Valáfangi. Þessum áfanga er ætlað að auka lestur nemenda á bókmenntaverkum á ensku, bæði klassískum sem og dægurbókmenntum. Nemendur velja sér sjálfir verk af lista sem útbúinn er af kennara. Góð kunnátta í ensku er forsenda farsæls náms í þessum áfanga en þó er áhugi á lestri bókmennta enn mikilvægari.
 

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mismunandi bókmenntaverkum höfunda frá ýmsum enskum málsvæðum
  • enskri tungu og menningu í gegnum bókmenntir á ensku
  • mikilvægi gagnrýnnar hugsunar við bóklestur
  • helstu hugtökum bókmenntagreiningar


Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa enskan bókmenntatexta á gagnrýninn hátt út frá tengslum við eigið líf og samfélag
  • taka þátt í virkum samræðum á ensku um álitaefni sem koma upp við bókmenntalesturinn
  • skilja vel reglur um heimildaskráningu og hugtakið ritstuld
  • skipuleggja eigið nám


Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • lesa sér til ánægju á ensku
  • búa til eigið lestrar- og námsskipulag og standa við það
  • tileinka sér notkun á helstu hugtökum bókmenntagreiningar
  • nýta sér bókmenntir til að líta á mannlegt samfélag með gagnrýnum augum
  • tjá sig á skipulagðan hátt um innihald valdra bókmenntaverka, bæði skriflega og munnlega
  • ígrunda skriflega sínar eigin framfarir sem lesanda
  • skrifa formlega bókmenntagagnrýni

Nánari upplýsingar á námskrá.is