Sjálfsmat

Menntaskólinn við Sund starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 en þar er kveðið á um hvernig mati og eftirliti með gæðum skuli háttað í framhaldsskólum á Íslandi.

Skal hver framhaldsskóli meta árangur og gæði skólastarfsins með kerfisbundnum hætti í samræmi við markmiðin sem birtast hér fyrir neðan og skal það gert með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á.

Upplýsingar um mat á árangri og gæðum skal framhaldsskóli birta opinberlega sem og tengsl þeirra við skólanámskrá og áætlanir um úrbætur.

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í framhaldsskólum er að:

  1. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda,
  2. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla,
  3. auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum,
  4. tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Við skólann er starfrækt jafnlaunakerfi en skólinn hlaut vottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 árið 2022.

Einnig er unnið að innleiðingu gæðastjórnunarkerfis sem felur í sér þá grunnhugsun að stöðugt sé unnið að umbótum í allri starfsemi skólans. Í kerfinu er starfsemi skólans lýst en einnig felur það í sér að unnið sé eftir settum vinnureglum. Er kerfinu smám saman ætlað að vísa til allra þeirra verka sem framkvæmd eru innan skólans ásamt stjórn­skipulagi hans. 

Umsjón með stjórnunarkerfum og sjálfsmati er í höndum gæðastjóra og sinnir konrektor skólans þessu hlutverki. Gæðaráð vinnur m.a. í samræmi við matsáætlanir og áætlanir um innri og ytri úttektir sem lagðar eru fram fyrir hvert skólaár. 

Gæðaráð MS skólaárið 2023 - 2024:

  • Leifur Ingi Vilmundarson, konrektor - gæðastjóri
  • Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor
  • Hjördís Alda Hreiðarsdóttir, kennslustjóri
  • Ágúst Ásgeirsson, námsbrauta- og námskrárstjóri
  • Dögg Árnadóttir, skrifstofu- og skjalastjóri
  • Vignir Andri Guðmundsson, kennari