STJÓ2ST05 - Stjórnun

Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni stjórnunar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á mikilvægi stjórnunar fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið í heild. Fjallað er um þróun stjórnunar sem fræðigreinar og hvernig breytingar í þjóðfélaginu hafa leitt til síaukinna áherslna á hagnýtingu stjórnunar. Nemendur fá innsýn í helstu verkefni stjórnandans. Námið miðar að því að undirbúa nema fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi og frekara nám í stjórnun. Áhersla er á gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. 

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • sögu stjórnunar sem fræðigreinar, helstu undirgreinum og helstu fræðimönnum
 • helstu hlutverkum stjórnunar, fyrirtækjamenningu og skipulögðum vinnubrögðum á vinnustað
 • þekkingarmiðlun á vinnustað og mikilvægi skýrra boðleiða
 • samfélagslegri ábyrgð í atvinnulífi

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • beita grunnhugtökum stjórnunar við verkefnavinnu og til að stjórna fundi
 • ræða helstu kenningar og aðferðir stjórnunar
 • vinna raunhæf verkefni sem tengjast stjórnun í atvinnu- og félagslífi
 • lesa úr helstu tegundum skipurita og lýsa mikilvægi skýrra boðleiða í fyrirtæki

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • beita helstu hugtökum og aðferðum stjórnunar í námi og starfi
 • vinna einföld verkefni sem stjórnandi og sjá helstu viðfangsefni við daglega stjórnun fyrirtækja
 • meta siðferðileg álitamál sem varða stjórnun og heimfæra stjórnun upp á eigið líf
 • vera betur undirbúinn til að taka þátt í atvinnu- og félagslífi með jafnrétti að leiðarljósi
 • hafa skýrar hugmyndir um frekara nám á sviði stjórnunar

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: Enginn