18.08.2025
Verið er að vinna stundatöflur, póstur verður sendur þegar þær eru tilbúnar
13.08.2025
Senn líður að upphafi skólastarfs á haustönn 2025. Móttaka nýnema fer fram föstudaginn 22. ágúst kl. 10-13. Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í íþróttasalnum og þangað eiga allir nemendur skólans að mæta. Strax í kjölfarið hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu fyrir upphaf kennslu og fá nemendur og forsjárfólk póst þegar þær eru tilbúnar. Lesa meira...
13.08.2025
Innritun nýnema á haustönn 2025 er nú lokið og skólinn fullsetinn. Þeir sem hafa áhuga á skólavist í MS á næstu önnum eru hvattir til að fylgjast með á heimasíðu skólans við annarskil.
23.06.2025
Síðasti opnunardagur skrifstofu skólans er þriðjudagurinn 24. júní. Skrifstofan opnar aftur 6. ágúst kl. 10. Lesa meira...
13.06.2025
Skrifstofa skólans verður lokuð mánudaginn 16. júní. Hægt er að senda fyrirspurnir á msund@msund.is. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 18. júní kl. 8:00.
13.06.2025
Menntaskólinn við Sund hlaut styrk í úthlutun Sprotasjóðs 2025 fyrir verkefnið Grípum tækifærið - gervigreind í skólastarfi. Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, og formaður stjórnar sjóðsins, Bragi Þór Svavarsson, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu miðvikudaginn 11. júní.
Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga og var gervigreind eitt af áherslusviðum sjóðsins í ár. Lesa meira...
31.05.2025
Í dag brautskráðust 194 stúdentar frá Menntaskólanum við Sund við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Nemendur útskrifuðust af tveimur námsbrautum: náttúrufræðibraut og félagsfræðabraut. Af náttúrufræðibraut brautskráðust 73 nemendur, þar af 52 af líffræði- og efnafræðilínu og 21 af eðlisfræði- og stærðfræðilínu. Af félagsfræðabraut brautskráðust 121 nemandi, 45 af félagsfræði- og sögulínu og 76 af hagfræði- og stærðfræðilínu.
23.05.2025
Lokaeinkunnir vorannar hafa verið birtar í Innu. Námsmatssýning vorannar verður haldin mánudaginn 26. maí. Á námsmatssýningu gefst nemendum tækifæri til þess að sjá námsmatið og gera athugasemdir. Fyrirkomulag námsmatssýningarinnar verður með tvenns konar móti: annars vegar í skólanum og hins vegar í gegnum TEAMS. Nemendur skulu því kynna sér upplýsingarnar hér mjög vel.
23.05.2025
Það er alltaf ljúfsár tími á vorin þegar útskriftarnemar kveðja skólann sinn. Á fardegi ríkti hátíðleg stemning í Menntaskólanum við Sund þegar útskriftarnemar mættu prúðbúnir í skólann sinn á síðasta kennsludegi vorannar. Á kveðjuathöfn í sal skólans fluttu fulltrúar nemenda ræður þar sem þeir litu um öxl og kvöddu skólann með hlýju, húmor og þakklæti.
Í ræðunum var dregin upp mynd af árum sem einkenndust ekki aðeins af námi og verkefnum, heldur einnig vináttu, samstöðu og óteljandi minningum. Nemendur lýstu samhug í gegnum krefjandi áfanga og líflegt félagslíf sem gerði skólann að öðru heimili. Þakklæti var ríkjandi – til samnemenda, kennara og starfsfólks. Lesa meira...
20.05.2025
Hér má sjá dagskrá matsdaga 21.-22. maí. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að vera í samskiptum við kennara og mæta í sín próf og verkefni á réttum stað og stund.