14.10.2024
Góðgerðarvika Menntaskólans við Sund fór fram vikunna 30. september – 4. október 2024. Góðgerðarvika er árlegur viðburður á vegum skólafélags MS, þar sem Hagsmunaráð SMS stendur fyrir ýmsum viðburðum til styrktar góðu málefni. Í ár rann allur ágóði vikunnar til Barnaheilla, sem vinna að bættum hagsmunum barna á Íslandi og erlendis. Lesa meira...
03.10.2024
MS tók þátt í Íþróttaviku Evrópu með stuðningi ÍSÍ og Beactive dagana 23.-26. september síðastliðinn. Í vikunni voru fjölbreyttir viðburðir haldnir í skólanum sem tengjast heilsu, íþróttum og hreyfingu. Lesa meira...
01.10.2024
Borgarráð hefur samþykkt að veita 500.000 króna styrk fyrir verkefninu „Loftslagspartý framhaldsskólanna“. Verkefnið gengur út á að efla samvinnu framhaldsskóla í umhverfismálum og halda stóran loftslagsviðburð fyrir ungmenni í Reykjavíkurborg. Samstarfsskólar Fjölbrautaskólans við Ármúla í verkefninu eru Tækniskólinn og Menntaskólinn við Sund. Umhverfisráðin í skólunum þremur koma til með að skipuleggja loftslagsviðburðinn saman og verður hann haldinn fyrir lok árs. Lesa meira...
27.09.2024
Í MS starfa framúrskarandi kennarar og fjórir úr þeim hópi héldu í dag erindi á Menntakviku, ráðstefnu um menntarannsóknir. Á ráðstefnunni var heil málstofa um þróunarstarf í Menntaskólanum við Sund. Lesa meira...
17.09.2024
Skrifstofa skólans verður lokuð fram á mánudag 23. september.
17.09.2024
Miðvikudag og fimmtudag 18.-19. september eru matsdagar í MS og dagskrá þeirra má sjá hér neðar. Mikilvægt er að nemendur séu í samskiptum við sína kennara og mæti í verkefni / próf á réttum stað og stund. Föstudaginn 20. september er haustfrí og skólinn lokaður.
13.09.2024
Samfélagslöggan var í húsi í vikunni og heimsótti alla nýnema í Krossgötum. Samfélagslöggan er forvarnaverkefni Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og miðar að því að færa lögregluna nær samfélaginu og styrkja tengsl hennar við ungt fólk sérstaklega. Nemendur fengu fræðslu og spurðu mjög flottra spurninga. Einnig fengu þau sem vildu að máta skotheldu vestin eða að prófa að setja handjárn á félaga sína. Við þökkum Samfélagslöggunni fyrir komuna.
03.09.2024
Við minnum á upplýsingafund fyrir foreldra / aðstandendur nýnema í Menntaskólanum við Sund miðvikudaginn 4. september kl. 20. Á fundinum verða kynnt helstu atriði sem fylgja því að eiga barn í framhaldsskóla, áherslur í náminu og þjónusta sem skólinn býður uppá. Hvetjum foreldra nýnema til að fjölmenna.
29.08.2024
Fyrrum nemandi við MS, Lúcía Sóley Óskarsdóttir, hlaut í ár styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.
Við óskum Lúcíu Sóley innilega til hamingju!
23.08.2024
Stundatöflur haustannar fyrir nemendur á stúdentsbrautum eru nú tilbúnar í INNU. Einnig hefur verið opnað fyrir beiðnir um töflubreytingar í Innu og verður hægt að óska eftir töflubreytingum til kl. 15:00 mánudaginn 26. ágúst.