Áhættumat starfa í MS

Skólinn hefur unnið áhættumat starfa í MS og gert grein fyrir því hvernig unnið er innan skólans að því að draga úr vægi þeirra þátta sem valda áhættu eins og að verða fyrir líkamstjóni eða slysi. Í skýrslunni er einnig tekið á áhættu tengdri streitu og kulnun í starfi auk þess sem fjallað er um vellíðan í starfi og hættu á vinnutengdum sjúkdómum.

Skýrslan er unnin í samvinnu við öryggisnefnd skólans og trúnaðarmenn en einnig gafst öðrum starfsmönnum skólans tækifæri á að koma með athugasemdir og ábendingar.

Skólinn mun nota þessa skýrslu til þess að vinna enn markvissara að vinnuverndarmálum í MS og er gert ráð fyrir að þessi mál verði endurskoðuð að ákveðnum tíma liðnum eftir því sem þörf er á.

Skýrsla um áhættumat starfa í MS (sept. 2019)