ÍSLE3YL05 - Yndislestur í íslensku

Valgreinin er ætluð nemendum sem hafa áhuga á bókmenntum. Megináhersla er lögð á skilning og að nemendur lesi sér til uppbyggingar og ánægju. Áfanganum er ætlað að auka lestur nemenda á bókmenntaverkum, bæði klassískum og dægurbókmenntum. Bækur verða ákveðnar eftir áhugasviði nemenda en í samráði við kennara. Allir nemendur skulu lesa a.m.k. tvær bækur sem talist geti til „heimsbókmennta“. Kennari útbýr leiðbeinandi leslista með tillögum en nemendur verða að bera þau verk sem ekki eru á lista undir kennara.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu bókmenntahugtökum
  • þekktum verkum úr bókmenntasögunni
  • mikilvægi skipulags og sjálfsábyrgðar í námi

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna sjálfstætt
  • skipuleggja sig
  • útbúa eigið lestrar- og námsskipulag og standa við það
  • tjá sig á skipulagðan hátt um innihald valdra bókmenntaverka, bæði skriflega og munnlega
  • nota helstu hugtök bómenntagreiningar

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • njóta þeirra bókmennta sem hann les í framtíðinni og geta sett þær í stærra samhengi
  • tjá sig um bókmenntir á skipulagðan hátt
  • greina bókmenntir á fræðilegan hátt
  • sýna frumkvæði

Nánari upplýsingar á námskrá.is