FATA2FF05 - Fatagerð og fatahönnun

Áfanginn er rökrétt framhald af FATA1HS05 þar sem nemendur læra dýpri tækni í fatagerð og fatahönnun. Það er lögð áhersla á hugmyndaöflun, þemaspjöld, skissuvinnu og tískuteikningar með skyggingum. Læra að vinna með flóknari snið, sniðhluta og sniðsauma. Læra að sauma kraga, vasa, rennilása og hnappagöt. Nemendur læra einnig nokkrar aðferðir í textíl skreytingum að þrykkja á efni, straulíma efni saman, teikna á efni og skreyta með saumavélinni t.d. lógó. Áhersla er líka lögð á endurvinnslu. Laga og breyta gömlum fötum í eitthvað nýtt. Nemendur sauma 2-3 flíkur á önn.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • hugmyndaöflun, skissuvinnu og tískuteikningum með skyggingum
 • hvernig líkamsmál eru tekin og gerður samanburður við stærðartöflur
 • orðaforða greinarinnar til að geta notað skýringarmyndir og vinnulýsingar
 • uppbyggingu grunnsniða, einföldum sniðbreytingum og efnisþörf
 • flóknari útfærslum í saumtækni eins og sniðsaumum, vösum og rennilásum
 • mismunandi eiginleikum textílefna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • vinna hugmyndavinnu og koma hugmyndum sínum á blað
 • útfæra snið eftir eigin hugmyndum og málum, fara eftir verklýsingum og reikna efnisþörf
 • vinna á saumavélar og þekkja notagildi stillinga, saumavélafóta og saumavélanála
 • nýta sér möguleika í notkun og endurvinnslu textílefna
 • temja sér vönduð vinnubrögð við alla þætti vinnunnar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • vinna hugmyndir, skissa og vinna útfrá þeim skyggðar tískuteikningar
 • aðlaga grunnsnið að sínum hugmyndum
 • gera vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík skipulega skil í vinnuskýrslu með teikningum og orðaforða greinarinnar
 • nota tölvur til upplýsingaöflunar
 • þekkja möguleika í endurvinnslu og umhverfisvitund á textílefnum

Nánari upplýsingar á námskrá.is