STÆR3RR05 - Runur, raðir, þrepasannanir og fléttufræði

Undanfari: STÆR3MD05

Runur, raðir, þrepasannanir og fléttufræði: Summutáknið, skilgreining jafnmunarunu og jafnhlutarunu, skilgreining raða og samleitni raða, þrepasannanir. Umraðarnir, samantektir, Newton tvíliðureglan, Pascal þríhyrningur.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

 • notkun summu táknið
 • jafnmunarunu
 • jafnhlutfallarunu
 • samleitna runu
 • samleitnaröð
 • helstu reglunum um runum og röðum
 • rakin reiknirit (t.a.m. fyrir Fibonaccitölur) og raktar skilgreiningar á föllum og geti tengt raktar skilgreiningar við þrepun
 • þrepun til að sannreyna ályktanir út frá þrepunarskilgreiningum
 • fjölda umraðana og samantekta með endurtekningu
 • tvíliðustuðla og nokkra undirstöðueiginleika þeirra
 • hagnýtingu framangreindrar stærðfræði á öðrum sviðum, s.s. í hagfræði, eðlisfræði, náttúruvísindum, umhverfismálum, tæknifræði, o.s.frv.

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • setja fram viðkomandi námsefni á stærðfræðilegan hátt, og geta túlkað það sem felst í táknmálinu á mæltu máli
 • nota runur og raðar í rúmfræði og eðlisfræði
 • nota þrep
 • tjá sig um niðurstöður á skilmerkilegu máli
 • nota samleitna röð á öðrum sviðum s.s. í hagfræði, náttúruvísindum, umhverfismálum, tæknifræði, o.s.frv.
 • nýta einföld flatarteiknaforrit, hjálpartæki og vísindalegar reiknivélar

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
 • hafi unnið að fjölbreyttum stærðfræðilegum verkefnum
 • geti rakið sannanir á helstu reglum úr námsefninu
 • geti sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma
 • geti skráð lausnir sínar skipulega, skipst á skoðunum við aðra um þær og útskýrt hugmyndir sínar og verk í mæltu máli, myndrænt eða með hjálpartækjum
 • átti sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
 • geti greint og hagnýtt upplýsingar á viðkomandi sviði stærðfræðinnar
 • skilji merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geti unnið með þau
 • viti hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, geti spurt slíkra spurninga og átti sig á til hvers konar svara megi vænta
 • geti notað lausnir verkefna sinna til að byggja upp val sitt, samanburð, áætlanir og ákvarðanir
 • beiti gagnrýninni og skapandi hugsun og sýni áræði, frumkvæði,innsæi og frumleika viðlausn verkefna og þrauta