Nemendur skólans fá úthlutað 250 bls. prentkvóta við upphaf skólaárs. Ef þeir klára prentkvóta sinn geta þeir keypt "áfyllingu" á skrifstofu skólans gegn vægu gjaldi. Prentarar fyrir nemendur er í Aðalsteini annarri hæð (AÐA20) og á bókasafni. Nemendur geta bæði prentað, ljósritað og skannað í þeim tækjum.
Prentþjónusta er á skrifstofu skólans (sjá gjaldskrá) en þar er hægt að fá prentað í lit og á A3 blöð.
Prentun úr fartölvum
Nemandi smellir á tengilill https://wowmyq:8090 eða https://10.101.114.42:8090
Velja skal Advanced -> Continue to wowmyq (unsafe)

Því næst er notandanafn og PIN (er í tölvupóstinum) slegið inn.

Því næst er valið Print File

Þá er hægt að velja um eftirfarandi skjalagerðir:
Pdf, bmp, jifi, jpe, jpeg, jpg, mime, myqurl, png, tif, tiff, txt, urf
Best er að vera búin að prenta skjalið sem á að prenta út í .pdf skráarsnið og hlaða því upp.
Duplex er hvort eigi að prenta út á báðar hliðar á blðið
Gengið er að næsta prentara og prentverkið er sótt þar með PIN númerinu.
Nemendaprentarar prenta ekki í lit og hefta hvorki né gata.
Í borðtölvum skólans:
- Skrá sig inn í með skólanetfangi og lykilorði
- Opna skjal sem á að prenta
- Skjölum á netinu þarf fyrst að hala niður í tölvuna ("Save as" eða "Download a copy")
- Gefa skipun um prentun, t.d. í File - print
- Velja prentara sem heitir Nemendur on WOWMYQ
- Ef þessi prentari kemur ekki upp smellið þá á Add printer og veljið þennan prentara.
- Stilla það sem stilla þarf, t.d. eintakafjölda og hvort prenta eigi báðu megin eða öðru megin.
- Smella á Print
Í prentaranum:
- Slá inn PIN númerið sem sent var í skólanetfangið í Outlook í office pakkanum. Sendandi MyQ.
- Velja hnappinn efst til vinstri á skjá prentarans.
- Hægt er að nota prentarann einnig sem ljósritunarvél og skanna.
Ahugið!
Starfsmenn og nemendur skólans eru hvattir til þess að virða lög um höfundarétt og reglur um fjölföldun á efni.
Síðast uppfært: 02.12.2022