Prentun í skólanum

Nemendur skólans fá úthlutað 250 bls. prentkvóta við upphaf skólaárs. Ef þeir klára prentkvóta sinn geta þeir keypt "áfyllingu" á skrifstofu skólans gegn vægu gjaldi. Prentarar fyrir nemendur er í Aðalsteini annarri hæð (AÐA20) og á bókasafni. Nemendur geta bæði prentað, ljósritað og skannað í þeim tækjum.

Prentþjónusta er á skrifstofu skólans (sjá gjaldskrá) en þar er hægt að fá prentað í lit og á A3 blöð.

Prentun úr fartölvum

Nemandi smellir á tengilinn prenta.msund.is fylgið leiðbeiningum þar.

Einungis er hægt að nota prentara þegar vélin er tengd við net skólans.

Nemendaprentarar prenta ekki í lit og hefta hvorki né gata.

 

Í prentaranum:

  • Slá inn PIN númerið sem sent var í skólanetfangið í Outlook í office pakkanum. Sendandi MyQ.
  • Velja hnappinn efst til vinstri á skjá prentarans.
  • Hægt er að nota prentarann einnig sem ljósritunarvél og skanna.

 

Síðast uppfært: 02.12.2022