Skólafélagið SMS

Skólafélag Menntaskólans við Sund (SMS)

  • Hlutverk SMS er að halda uppi öflugu félagslífi innan MS.​
  • Skólafélagið er með 9 nefndir auk miðhóps sem allar hafa sitt verkefni í félagslífinu.​
  • Nemendur geta líka stofnað undirnefndir.​
  • Á hverju ári er kosið í nýjar nefndir og stjórn skólafélagsins, kosningar fara alltaf fram í seinni hluta mars mánaðar.​
  • Í byrjun hverrar haustannar eru haldin nýnamaviðtöl hjá öllum nefndum þar sem nýnemum gefst kostur á að komast í nefnd.​
  • Allar nefndir hafa einn formann og nokkra nefndarmeðlimi.​
  • Kosið er í stjórn nemendafélagsins og í ráð og nefndir til eins árs í senn. Kosningar fara fram seinni hluta marsmánaðar og ný stjórn tekur þá við völdum. 

Hafa samband:

Skólafélagið heldur úti Instagram síðu þar sem helstu viðburðir eru auglýstir
Skólafélag Menntaskólans við Sund - SMS – sms@msund.is
Félagsmálastjóri MS – felagsmalastjori@msund.is

 


SMS tekur þátt í Gettu betur, Morfís, FRÍS og fleiri framhaldsskólakeppnum. Innan SMS er starfrækt leikfélag sem heitir Thalía. Vorið 2024 sýndi Thalía söngleikinn Grease í Gamla bíó við frábærar undirtektir.

Heimildamynd um Grease - bakvið tjöldin. Unnin af nemendum í kvikmyndagerð vorið 2024.

Síðast uppfært: 15.05.2024