Geymsla muna

Í skólanum er fjöldi læsanlegra skápa til geymslu muna á skólatíma sem standa nemendum til boða án endurgjalds. Ætlast er til þess að nemendur losi skápa að vinnudegi loknum.

Nemendum sem eru að fara í íþróttir stendur til boða að geyma verðmæti á meðan á íþróttatíma stendur í sérstökum skápum sem eru á gangi næst íþróttaálmu skólans. Einnig geta nemendur fengið að geyma síma og annað smádót í sérstökum hólfum við íþróttasal. Skólinn ábyrgist ekki, né tryggir, muni sem nemendur setja í geymslu og það er á þeirra ábyrgð að gæta að því að aðrir sjái ekki til þegar númer á skápum er slegið inn.

Skólinn hvetur nemendur og starfsfólk til þess að skilja aldrei verðmæti á glámbekk.

Aðstoð með skápa

Ef nemandi þarf aðstoð vegna skápanna, t.d. ef viðkomandi gleymir númeri sem hann sló inn, skápur opnast eða lokast ekki og svo framvegis er hægt að leita aðstoðar til umsjónarmanns bygginga. Einnig er hægt að koma á framfæri beiðni um aðstoð á skrifstofu skólans.

Meðferð óskilamuna

Skólinn hvetur nemendur sem sakna muna að ræða við þjónustufulltrúa eða umsjónarmann húsnæðis MS. Skólinn geymir muni sem eru í óskilum út skólaárið en að því loknu er gert átak til að koma óskilamunum til réttmæts eiganda en ef það tekst ekki eru óskilamunir gefnir hjálparsamtökum.

Síðast uppfært 01.02.2023