EFNA3LR05 - Lífræn efnafræði

Í þessum áfanga er unnið með grunnatriði lífrænnar efnafræði: Nafnakerfið, helstu efnahvörf og lögun sameinda. Efnisþættir sem teknir eru fyrir í áfanganum eru: Lögun sameinda og efnatengi, nafnakerfi lífrænna efna og algeng efnahvörf.
 
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • flokkun lífrænna efna og IUPAC nafnakerfinu
 • lögun sameinda
 • skautun sameinda
 • svigrúmablöndunum
 • fjöltengjum
 • hendni sameinda
 • grunnflokkun lífrænna efna
 • efnahvörfum lífrænna efna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • greina flokka lífrænna efna og gefa efnunum nöfn samkvæmt IUPAC nafnakerfinu
 • finna lögun sameinda og hvort þær eru skautaðar eða ekki
 • finna svigrúmablöndun atóma og túlka
 • þekkja uppbyggingu og eiginleika fjöltengja
 • finna hendnimiðjur í sameindum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • sjá tengsl milli náttúrufræðigreina og geta yfirfært þekkingu milli þeirra
 • nýta sér fræðilegan texta og gögn á markvissan hátt
 • miðla þekkingu sinni til annarra
 • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
 • leggja mat á áreiðanleika niðurstaðna rannsókna sinna og annarra
 • taka ákvarðanir, mynda sér skoðanir og taka þátt í umræðum sem byggja á þekkingu í efnafræði
 • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
 • takast á við frekara nám í efnafræði og tengdum greinum á háskólastigi
 • framkvæma verklegar æfingar og skilning við úrvinnslu
 • afla sér upplýsinga um afmarkaða efnisþætti og vinna úr þeim
 • nota flokkun og nafnakerfi lífrænna efna

Nánari upplýsingar á námskrá.is