STÆR3HE05(ms) - Heildun og heildunaraðferðir

Undanfari: STÆR3MD05

Heildun og heildunaraðferðir: Summu táknið, skilgreining stofnfalls, heildun hugtakið- andaafleiða, heildun sem flatarmál, ákveðin heildi, reiknireglur fyrir heildi, heildunaraðferðir: innsetning, hlutheildun, brotaliðun. Notkun heildunar: flatarmál milli tveggja falla.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Heildanlegt fall - Stofnfall
 • Heildunar reglur og heildunareikning
 • Heildun sem flatarmál
 • Helstu tegundum heilduna
 • Flatrmál milli tveggja falla, bogalengd og rúmmál

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 •  Setja fram viðkomandi námsefni á stærðfræðilegan hátt, og geta túlkað það sem felst í táknmálinu á mæltu máli                     
 •  Að nota heildunaraðferðunum í rúmfræði og eðlisfræði                 
 •  Að tjá sig um niðurstöður á skilmerkilegu máli                      
 •  Að nota heildun á öðrum sviðum s.s. í hagfræði, náttúruvísindum, umhverfismálum, tæknifræði, o.s.frv.                
 •  Nýta einföld flatarteiknaforrit, hjálpartæki og vísindalegar reiknivélar

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti       
 • Geti rakið sannanir á helstu reglum úr námsefninu       
 • Geti sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma  
 • Skilji merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geti unnið með þau                  
 • Viti hvers konar spurningar leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna, geti spurt slíkra spurninga og átti sig á til hvers konar svara megi vænta      
 • Geti notað lausnir verkefna sinna til að byggja upp val sitt, samanburð, áætlanir og ákvarðnir          
 • Beiti gagnrýninni og skapandi hugsun og sýni áræði, frumkvæði,innsæi og frumleika viðlausn verkefna og þrauta