Aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum

Aðgerðaáætlun Menntaskólans við Sund í umhverfis- og loftslagsmálum er sett til þriggja ára í senn og er hún endurskoðuð árlega. Við upphaf hvers skólaárs er síðan sett fram aðgerðaáætlun með helstu markmiðum hvers skólaárs og eru haldnir reglulegir fundir umhverfisnefndar MS um framkvæmd hennar. Aðgerðaáætlun skólans er ætlað að ná til allra helstu umhverfisþátta í starfsemi skólans og styðja þannig við stefnu skólans í umhverfismálum og á sviði fræðslu og upplýsinga um umhverfis- og loftslagsmál.

Aðgerðaáætlun MS í umhverfis- og loftslagsmálum 2020-2023

Aðgerðaáætlun MS í umhverfismálum til næstu þriggja ára var samþykkt í stjórn skólans 1.2.2021. Í áætluninni kemur fram hvaða aðilar eru ábyrgir fyrir framkvæmd hvers þáttar í áætluninni.

Sjá hér aðgerðir í umhverfismálum, ár fyrir ár.

Síðast uppfært: 09.02.2021