STÆR2TL05(ms) - Tölfræði og líkindareikningur

Í áfanganum er tekin fyrir lýsandi tölfræði, sem lýsir grunneinkennum gagna sem notuð eru við tölfræðilegar greiningar. Kynnt gagnasöfn á netinu, staðsetning, aðgengi, og notkun. Helstu hugtök varðandi líkindi og líkindadreifingu. Myndrit og vinnsla tölfræðilegra niðurstaðna með tölfræðiforriti.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • grundvallaratriðum tölfræði, s.s. lýsistærðum, breytum, dreifingum, frávikum, fylgni o.fl.
 • helstu talningarreglum, algengum líkindareikningi og líkindadreifingum
 • öflun gagna úr gagnasöfnum og meðhöndlun gagna
 • vinnu með tölfræðiforrit við greiningu gagna

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • afla gagna til tölfræðilegrar úrvinnslu
 • beita reiknireglum tölfræðinnar við úrvinnslu gagna
 • beita reiknireglum líkindafræðinnar
 • nota reikniforrit við tölfræðilega útreikninga

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skrá lausnir sínar skipulega í tölfræðiforrit, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
 • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
 • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
 • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
 • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum
 • leggja mat á hvort niðurstöður útreikninga og athugana séu í samræmi við viðfangsefnið