Gagnasöfn á netinu

Leitir.is veitir aðgang að fjölbreyttu vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni. Vefurinn veitir upplýsingar um bækur, tímarit og greinar, rafbækur, hljóðbækur, tónlist, ljósmyndir, lokaverkefni háskóla, myndefni, vefsíður, fornleifar og muni. Oft er hægt að skoða ljósmyndir og sækja heildartexta.

Leitir.is er leitargátt sem heldur utan um efni að íslenskum bóka-, lista-, minja- og ljósmyndasöfnum. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlist, myndefni, muni, listaverk, ljósmyndir og fleira.

Bókasafn MS er eitt þeirra safna sem greiðir fyrir Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum en þau eru ókeypis til reiðu fyrir alla landsmenn sem hafa aðgang að nettengdri tölvu. Slóðin er www.hvar.is.

Gegnum hvar.is er aðgangur að heildartexta greina um 20.000 tímarita. Einnig má nefna fjölmörg gagnasöfn, alfræðirit og orðabækur. Sjá efnisflokkun efst á síðunni.

Vakin er sérstök athygli á alfræðiritinu Britannica Academic, sem er yfirgripsmikið og vandað alfræðirit og nær einnig yfir safn valinna vefsíðna á Netinu, og gagna­safninu ProQuest. Þar er að finna svokölluð altextuð tímarit sem þýðir að allur texti tímaritanna er fyrir hendi á rafrænu formi sem hægt er vista yfir á vinnusvæði viðkomandi notanda eða prenta beint út.

Greinasafn Morgunblaðsins Gagnasafn Morgunblaðsins er tvíþætt. Annars vegar er Morgunblaðið 1913-2000 á Timarit.is og hins vegar er aðgangur að greinasafni Morgunblaðsinsfrá 1987 til samtíma.

Mörg íslensk tímarit er að finna á rafrænu formi á vefnum timarit.is.

Síðast uppfært: 06.10.2022