MARK2MF05 - Markaðsfræði

Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsfræði fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið. Nemar temji sér markaðshugsun. Nemar skilji mikilvægi markaðssetningar jafnt í almennum fyrirtækjum sem og við forvarnir og lýðheilsu. Áhersla er á að nemar sýni gagnrýnin, sjálfstæð vinnubrögð í gegnum fjölþættar námsaðferðir og námsmat.

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þýðingu markaðsfræða fyrir fyrirtæki og samfélag
  • inna og ytra umhverfi og sjálfsumhverfi fyrirtækja
  • mikilivægi góðrar ímyndar vöru/fyrirtækja
  • helstu samkeppnisformum og mikilvægustu atriðum samkeppnisgreiningar
  • mikilvægi markaðshlutunar, -áætlana og -rannsókna
  • sívaxandi hlutverki markaðssetningar á Netinu
  • persónuvernd eins og hún kemur markaðsfræðum við

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina þarfir neytenda
  • velja saman söluráða samkvæmt gefnum forsendum
  • greina samkeppnisþætti vöru
  • skilja leið vöru í gegnum vöruþróunarferlið
  • meta markaðssetningu á gagnrýninn hátt
  • geta rætt og kynnt viðfangsefni varðandi persónuvernd og markaðssetningu

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skilja grunnhugmyndafræði markaðsfræðinnar
  • meta auglýsingar og starf áhrifavalda á gagnrýninn hátt
  • meta möguleika Netsins til markaðssetningar
  • meta siðfræðileg álitamál sem varða markaðssetningu á vöru og þjónustu

Gerð er grein fyrir námsmati og sundurliðun þess í námsáætlun.

Undanfari: Enginn